Viðskipti innlent

Leita að stóru hús­næði fyrir ýmsar stofnanir ríkisins

Atli Ísleifsson skrifar
Áhersla verður lögð á samnýtingu aðstöðu þvert á stofnanir, mötuneyti og ýmislegt fleira.
Áhersla verður lögð á samnýtingu aðstöðu þvert á stofnanir, mötuneyti og ýmislegt fleira. Getty

Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir leitar nú að átta til tuttugu þúsund fermetra skrifstofuhúsnæði miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu til leigu fyrir ýmsar stofnanir ríkisins.

Stofnunin hefur auglýst svokallaða markaðskönnun þessa efnis sem felur ekki í sér loforð um viðskipti.

Í tilkynningu frá stofnuninni segir að húsnæðið þurfi að vera miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og liggja vel við helstu samgönguæðum. Þurfi það að vera „nútímalegt og sveigjanlegt“, en miðað er við að taka á leigu húsnæði sem sé tilbúið til notkunar innan 12 til 18 mánaða frá undirritun leigusamnings. Verði áhersla lögð á samnýtingu aðstöðu þvert á stofnanir, mötuneyti og ýmislegt fleira.

„Til greina kemur að afhenda að lágmarki 4.000 fermetra innan 12 mánaða og afganginn samkvæmt samkomulagi. Gert er ráð fyrir að leigutími verði 15-25 ár auk mögulegrar framlengingar,“ segir um könnunina.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×