Leiguverð sem hlutfall af launum ekki mælst lægra síðan 2013 Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2022 08:15 Í skýrslunni segir að meðalsölutími á íbúðum sem seldar voru á höfuðborgarsvæðinu í apríl hafi verið 34,7 dagar og hefur ekki mælst jafn stuttur frá upphafi mælinga. Vísir/Vilhelm Umsvif á fasteignamarkaði halda áfram að dragast saman og framboð af íbúðum til sölu er farið að aukast á nýjan leik eftir verulegan samdrátt allt frá því í maí 2020. Hátt hlutfall íbúða sem seldist á yfirverði í apríl og stuttur sölutími er hins vegar vísbending um að eftirspurnarþrýstingur hafi þó enn verið mikill í mánuðinum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir einnig að ýmsir mælikvarðar bendi til þess að betra sé að vera á leigumarkaði nú en oft áður. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu í apríl sem hlutfall af launum sé það lægsta sem mælst hefur en gögnin ná aftur til byrjun árs 2013. Met slegin þegar kemur að hlutfalli eigna sem seljast yfir ásettu verði Í skýrslunni segir að meðalsölutími á íbúðum sem seldar voru á höfuðborgarsvæðinu í apríl hafi verið 34,7 dagar og hefur ekki mælst jafn stuttur frá upphafi mælinga. Þá kemur fram að meðalkaupverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu í apríl hafi verið 76,9 milljónir króna en í apríl á síðasta ári hafi það verið 60,6 milljónir króna. Íbúðir í fjölbýli seldust á að meðaltali á 67,4 milljónir króna, en íbúðir í sérbýli á 104,9 milljónir króna. „Aðeins virðist vera tekið að róast á fasteignamarkaði ef miðað er við fjölda kaupsamninga í apríl sl. Alls voru gefnir út 699 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði sem gera 752 þegar leiðrétt er fyrir reglubundnum árstíðarsveiflum. Svo fáir hafa kaupsamningar ekki verið í einum mánuði síðan í maí 2020 en þá hafði tímabundið dregið úr umsvifum á íbúðamarkaði í upphafi samkomutakmarkanna. Enn virðist þó mikill eftirspurnarþrýstingur vera til staðar. Þrátt fyrir minnkandi umsvif var met slegið í apríl, annan mánuðinn í röð, þegar 54% íbúða á landinu seldust yfir ásettu verði. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 65% íbúða í fjölbýli yfir ásettu verði og 53% sérbýla. Á landsbyggðinni seldust 48% íbúða í fjölbýli og 32% sérbýla yfir ásettu verði. Í öllum tilfellum er um met að ræða,“ segir um stöðuna á fasteignamarkaði. Leiguverð sem hlutfall af launum aldrei mælst lægra Um stöðuna á leigumarkaði segir að ýmsir mælikvarðar bendi til þess að betra sé að vera á leigumarkaði nú en oft áður. Það gæti þó snúist við á næstu misserum. „Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur farið lækkandi á föstu verðlagi frá því í byrjun árs. Nú er leiguverðið orðið lægra en fyrir ári síðan og hefur það ekki mælst lægra að raunvirði síðan í ágústmánuði 2017. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu í apríl sem hlutfall af launum er það lægsta sem mælst hefur en gögnin ná aftur til byrjun árs 2013. Hlutfallið náði hámarki í lok árs 2018 en mælist nú 15,6% lægra en það gerði þá,“ segir í skýrslu HMS. Fasteignamarkaður Leigumarkaður Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir einnig að ýmsir mælikvarðar bendi til þess að betra sé að vera á leigumarkaði nú en oft áður. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu í apríl sem hlutfall af launum sé það lægsta sem mælst hefur en gögnin ná aftur til byrjun árs 2013. Met slegin þegar kemur að hlutfalli eigna sem seljast yfir ásettu verði Í skýrslunni segir að meðalsölutími á íbúðum sem seldar voru á höfuðborgarsvæðinu í apríl hafi verið 34,7 dagar og hefur ekki mælst jafn stuttur frá upphafi mælinga. Þá kemur fram að meðalkaupverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu í apríl hafi verið 76,9 milljónir króna en í apríl á síðasta ári hafi það verið 60,6 milljónir króna. Íbúðir í fjölbýli seldust á að meðaltali á 67,4 milljónir króna, en íbúðir í sérbýli á 104,9 milljónir króna. „Aðeins virðist vera tekið að róast á fasteignamarkaði ef miðað er við fjölda kaupsamninga í apríl sl. Alls voru gefnir út 699 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði sem gera 752 þegar leiðrétt er fyrir reglubundnum árstíðarsveiflum. Svo fáir hafa kaupsamningar ekki verið í einum mánuði síðan í maí 2020 en þá hafði tímabundið dregið úr umsvifum á íbúðamarkaði í upphafi samkomutakmarkanna. Enn virðist þó mikill eftirspurnarþrýstingur vera til staðar. Þrátt fyrir minnkandi umsvif var met slegið í apríl, annan mánuðinn í röð, þegar 54% íbúða á landinu seldust yfir ásettu verði. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 65% íbúða í fjölbýli yfir ásettu verði og 53% sérbýla. Á landsbyggðinni seldust 48% íbúða í fjölbýli og 32% sérbýla yfir ásettu verði. Í öllum tilfellum er um met að ræða,“ segir um stöðuna á fasteignamarkaði. Leiguverð sem hlutfall af launum aldrei mælst lægra Um stöðuna á leigumarkaði segir að ýmsir mælikvarðar bendi til þess að betra sé að vera á leigumarkaði nú en oft áður. Það gæti þó snúist við á næstu misserum. „Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur farið lækkandi á föstu verðlagi frá því í byrjun árs. Nú er leiguverðið orðið lægra en fyrir ári síðan og hefur það ekki mælst lægra að raunvirði síðan í ágústmánuði 2017. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu í apríl sem hlutfall af launum er það lægsta sem mælst hefur en gögnin ná aftur til byrjun árs 2013. Hlutfallið náði hámarki í lok árs 2018 en mælist nú 15,6% lægra en það gerði þá,“ segir í skýrslu HMS.
Fasteignamarkaður Leigumarkaður Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira