Golf

Vann fyrstu keppni ofur­deildarinnar en segist ekki pæla í hvaðan peningarnir koma

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Charl Schwartzel þénaði töluvert um helgina.
Charl Schwartzel þénaði töluvert um helgina. Craig Mercer/Getty Images

Atvinnukylfingurinn Charl Schwartzel vann fyrsta mót LIV-mótaraðarinnar sem fram fór á Centurion-vellinum í Englandi í gær. Mótaröðin er eins og áður hefur komið fram á Vísi fjármögnuð af stjórnvöldum í Sádi-Arabíu.

Í aðdraganda mótsins hefur mikið verið fjallað um eignarhald mótaraðarinnar sem hefur verið sett upp til höfuðs PGA-mótaröðinni. Þónokkrir af frægustu kylfingum heims sögðu sig úr PGA-móti til að taka þátt á Centurion-vellinum. Í kjölfarið ákvað PGA að banna þeim kylfingum að taka þátt.

Hinn 37 ára gamli Schwartzel sér eflaust ekki eftir ákvörðuninni en hann vann sér inn samtals 4,75 milljónir Bandararíkjadala um helgina. Aðspurður hvort honum væri sama hvaðan peningurinn kæmi þá sagði hann svo vera.

„Ég hef aldrei á mínum 20 ára ferli alvarlega íhugað hvaðan peningarnar koma. Ef ég væri að grandskoða alla þá staði sem ég hef spilað þá mætti eflaust finna eitthvað að í hvert skipti. Það er erfit tað svara þessari spurningu, við getum rætt þetta í allan dag.“

Líkt og aðrir kylfingar mótaraðarinnar þá hafa menn ekki viljað svara spurningum varðandi rót peninganna. Það

Hinn 37 ára gamli Schwartzel er frá Suður-Afríku og hefur áður keppt á PGA-mótaröðinni, Evrópu-mótaröðinni og Sólskins-mótaröðinni. Nú er hann er kominn í sögubækurnar sem sigurvegari fyrstu keppni LIV-mótaraðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×