Boðið í veiði í Hlíðarvatni 12. júní Karl Lúðvíksson skrifar 11. júní 2022 10:00 Reynir Friðriksson FB Hlíðarvatn í Selvogi er eitt besta bleikjuvatn á landinu og þarna hafa margir stigið sín fyrstu skref í silungsveiði. Á hverju ári veiðast þarna bleikjur sem eru 6-7 pund en sumir segjast hafa sett í enn stærri fiska sem slitu sig lausa. Vatnið er lúmskt og það þarf, eins og með öll vötn, að læra á það til að ná góðum árangri. Stangaveiðifélögin, sem eru með aðstöðu við Hlíðarvatn í Selvogi, bjóða gestum að koma og veiða án endurgjalds í vatninu sunnudaginn 12. júní næstkomandi. Þetta eru Stangaveiðifélagið Árblik, Ármenn, Stangaveiðifélag Hafnafjarðar, Stangaveiðifélag Selfoss og Stangveiðifélagið Stakkavík. Fulltrúar frá félögunum verða á staðnum og munu leiðbeina gestum um agn, veiðistaði og aðferðir. Einnig verður að fá á staðnum ýmsar upplýsingar um vatnið og veiðina í því. Gestum er frjálst að koma árla morguns á sunnudeginum og veiða til kl. 17:00 um kvöldið. Leyfilegt agn er fluga og spónn. Einungis er veitt frá landi. Gestir eru vinsamlegast beðnir að skrá aflann hjá einhverju félaganna. Skrá þarf tegund, lengd og agn. Gestum er bent á að lausaganga hunda við vatnið er óheimil vegna hættu fyrir sauðfé. Stangveiði Mest lesið Nýjasti þátturinn af Árbakkanum Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Vatnsá og Skógará seinar í gang Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Góð opnun í Þverá og Kjarrá Veiði Tveir laxar á land við opnun í Hrútafjarðará Veiði 98 sm lax úr Miðfjarðará Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði 64 sm bleikja úr Hlíðarvatni Veiði Flott opnun í Eystri Rangá Veiði
Á hverju ári veiðast þarna bleikjur sem eru 6-7 pund en sumir segjast hafa sett í enn stærri fiska sem slitu sig lausa. Vatnið er lúmskt og það þarf, eins og með öll vötn, að læra á það til að ná góðum árangri. Stangaveiðifélögin, sem eru með aðstöðu við Hlíðarvatn í Selvogi, bjóða gestum að koma og veiða án endurgjalds í vatninu sunnudaginn 12. júní næstkomandi. Þetta eru Stangaveiðifélagið Árblik, Ármenn, Stangaveiðifélag Hafnafjarðar, Stangaveiðifélag Selfoss og Stangveiðifélagið Stakkavík. Fulltrúar frá félögunum verða á staðnum og munu leiðbeina gestum um agn, veiðistaði og aðferðir. Einnig verður að fá á staðnum ýmsar upplýsingar um vatnið og veiðina í því. Gestum er frjálst að koma árla morguns á sunnudeginum og veiða til kl. 17:00 um kvöldið. Leyfilegt agn er fluga og spónn. Einungis er veitt frá landi. Gestir eru vinsamlegast beðnir að skrá aflann hjá einhverju félaganna. Skrá þarf tegund, lengd og agn. Gestum er bent á að lausaganga hunda við vatnið er óheimil vegna hættu fyrir sauðfé.
Stangveiði Mest lesið Nýjasti þátturinn af Árbakkanum Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Vatnsá og Skógará seinar í gang Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Góð opnun í Þverá og Kjarrá Veiði Tveir laxar á land við opnun í Hrútafjarðará Veiði 98 sm lax úr Miðfjarðará Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði 64 sm bleikja úr Hlíðarvatni Veiði Flott opnun í Eystri Rangá Veiði