Veiði

98 sm lax úr Miðfjarðará

Karl Lúðvíksson skrifar
98 sm laxinn sem veiddist í Miðfjarðará í gær
98 sm laxinn sem veiddist í Miðfjarðará í gær Mynd: Midfjardara lodge

Fyrsti laxinn sem mætti sannarlega kalla stórlax veiddist í Miðfjarðará í gær en eins og myndin ber með sér er þetta rígvænn og flottur lax.

Laxinn kom á land í Austuránni og það hafa verið að sjást laxar víða síðustu daga og þrátt fyrir að áinn sé frekar vatnsmikil er laxinn eins og oft í byrjun tímabilsins fljótur að fara upp á efri svæðin. Veiðin í Miðfjarðará var komin í 20 laxa í gær þegar tölur teknar saman í gær sem er svipað og í fyrra en aðstæður þá voru mun betri þrátt fyrir að göngur hafi verið litlar. Það er frekar mikið vatn í Miðfjarðará eins og öðrum ám á landinu þessa dagana og það er ljóst að veiðin á eftir að dafna þegar göngurnar verða stærri sem og þegar vatnið fer að sjatna. Það gæti samt tekið smá tíma í þessum landshluta þar sem það er ennþá mikill snjór í fjöllum. Það er þó engin að kvarta yfir miklu vatni og fyrirsjáanlegri góðri vatnsstöðu eftir þurrkasumarið í fyrra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.