Viðskipti innlent

Kviku heimilað að kaupa færslu­hirðingar­samninga frá Ra­pyd og Valitor

Bjarki Sigurðsson skrifar
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað Kviku banka að kaupa færsluhirðarsamninga frá sameinuðu félagi Rapyd og Valitor.
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað Kviku banka að kaupa færsluhirðarsamninga frá sameinuðu félagi Rapyd og Valitor. Vísir

Samkeppniseftirlitið hefur lokið rannsókn sinni á kaupum Kviku banka á færsluhirðingarsamningum úr fórum sameinaðs félags Rapyd og Valitors. Bankanum er nú formlega heimilað að kaupa samningana en kaupin eru þó háð því að Seðlabankinn heimili Rapyd að kaupa Valitor.

Í lok maí á þessu ári var Kvika metin sem hæfur kaupandi að færslu­hirðinga­samningum fjár­mála­fyrir­tækjanna Valitor og Ra­pyd af Sam­keppnis­eftir­litinu og nú hefur stofnunin form­lega heimilað Kviku að kaupa samningana.

Með þessu hefur Kvika meðal annars skuld­bundið sig til þess að færa þjónustu­kaup til annars þjónustu­veit­enda sem ekki er um­svifa­mikill færslu­hirðir á Ís­landi. Sam­kvæmt Sam­keppnis­eftir­litinu er það mikil­vægur liður í að tryggja varan­legt sam­keppnis­legt sjálf­stæði Kviku frá sam­einuðu fé­lagi. Færslu­hirðingar­þjónusta Kviku verður ekki rekin af dóttur­fé­lagi í eigu bankans nema að til­teknum skil­yrðum full­nægðum.

Sam­keppnis­eftir­litið hefur fyrir sitt leyti sam­þykkt sam­runa Ra­pyd og Valitors en Fjár­mála­eftir­lit Seðla­banka Ís­lands hefur sam­runann enn til skoðunar. Kaup Kviku eru því háð sam­þykki Seðla­bankans.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×