Erlent

Vesturlönd eiga ekki að hafa áhyggjur af líðan Putins

Heimir Már Pétursson skrifar
Artis Pabriks varnarmálaráðherra Lettlands segir til lítils að velta fyrir sér líðan Putins.
Artis Pabriks varnarmálaráðherra Lettlands segir til lítils að velta fyrir sér líðan Putins. Stöð 2/Einar

Artis Pabriks varnarmálaráðherra Lettlands fer í engar grafgötur með að Vesturlönd eigi að bregðast af hörku við innrás Rússa í Úkraínu og varast undirróður hans sem miði að því að afvegaleiða Vesturlönd til málamiðlana.

Pabriks sat tveggja daga fundi varnarmálaráðherrar Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna, Bretlands, Þýskalands, Hollands og Póllands og í nokkrum tilfellum staðgengla þeirra sem lauk í Reykjavík í dag.

Innrás Rússa í Úkraínu var aðalumræðuefnið sem og önnur mál og undirbúningur fyrir leiðtogafund NATO í Matrid í lok þessa mánaðar.

Hér má sjá ítarlegt viðtal við Artis Pabriks:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×