Matarkarfan hækkar um allt að 16,6 prósent Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. júní 2022 12:09 Auður Alfa segir matvöruverslanakeðjurnar ekki þurfa að ráðast í svo gríðarlega miklar verðhækkanir. aðsend Matar- og drykkjarvörur hafa hækkað um allt að 16,6% á síðustu sjö mánuðum. Þetta sýnir ný verðlagskönnun Alþýðusambands Íslands sem birt var í dag en í átta af átta verslunum sem könnunin nær til hækkað vörukarfa ASÍ. Vörukarfan hækkaði á bilinu 5-17%, mest hjá Heimkaup en minnst í Krónunni. Í tilkynningu frá ASÍ segir að þetta sé í takt við breytingar á vísitölu neysluverðs á sama tímabili sem sýnir 6,2% hækkun á mat- og drykkjarvöru. „Við svo sem sáum svipaðar hækkanir og svona mikið stökk í verði hérna á fyrstu mánuðum í Covid en þetta eru auðvitað miklar hækkanir á stuttum tíma,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir verkefnisstjóri verðlagseftirlits ASÍ. Auður segir mjólkurvörur og osta vera það sem hækkar mest. „Við erum að sjá auðvitað bara að það eru þarna flokkar matvöru að hækka mjög mikið sem vega mjög þungt í innkaupum. Flokkar eins og mjólk, ostar og egg, kjöt og eins brauð og kornvara.“ Hún segir hækkanir sem þessar hafa áhrif á kjör fólks. Þó að ljóst sé að verð á ýmsum aðföngum hafi hækkað til dæmis á áburði sem endurspeglist í hærra verði á mjólk, osti og kjöti þá telur hún engu að síður svigrúm hjá verslunum til að halda aftur af hækkunum. „Það eru ekki allir kostnaðarþættir að hækka um þessar mundir og ýmislegt sem að hefur líka breyst í rekstrarumhverfi þessar fyrirtækja, matvöruverslana, og fleiri sem að hefur verið til hins betra á síðustu tveimur þremur árum. Til dæmis aukin sjálfvirkni og svo framvegis og svo erum við auðvitað að sjá það að það er bara mjög góð afkoma hjá matvöruverslanakeðjum. Þannig að það rímar ekki alveg við þetta að þessar hækkanir séu óumflýjanlegar. Þetta er alltaf spurning um upp að hvaða marki er eðlilegt að hækkanir á aðföngum komi fram í verðlagi.“ Verðlag Fjármál heimilisins Neytendur Tengdar fréttir Er alþjóðleg matvælakreppa handan við hornið? Sameinuðu þjóðirnar hafa varið við því að innrás Rússa í Úkraínu geti á næstunni valdið alþjóðlegri matvælakreppu sem geti varað í mörg ár. 3. júní 2022 14:00 Verðbólga í 7,6 prósent og ekki mælst meiri í tólf ár Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,77% milli mánaða og stendur nú í 539,5. Matarverð, húsnæðiskostnaður og bensín er á meðal þess sem hefur hækkað umtalsvert frá síðasta mánuði og orsakar hækkun vísitölu neysluverðs, en verðbólga hefur ekki mælst meiri í tólf ár. 30. maí 2022 10:19 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Vörukarfan hækkaði á bilinu 5-17%, mest hjá Heimkaup en minnst í Krónunni. Í tilkynningu frá ASÍ segir að þetta sé í takt við breytingar á vísitölu neysluverðs á sama tímabili sem sýnir 6,2% hækkun á mat- og drykkjarvöru. „Við svo sem sáum svipaðar hækkanir og svona mikið stökk í verði hérna á fyrstu mánuðum í Covid en þetta eru auðvitað miklar hækkanir á stuttum tíma,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir verkefnisstjóri verðlagseftirlits ASÍ. Auður segir mjólkurvörur og osta vera það sem hækkar mest. „Við erum að sjá auðvitað bara að það eru þarna flokkar matvöru að hækka mjög mikið sem vega mjög þungt í innkaupum. Flokkar eins og mjólk, ostar og egg, kjöt og eins brauð og kornvara.“ Hún segir hækkanir sem þessar hafa áhrif á kjör fólks. Þó að ljóst sé að verð á ýmsum aðföngum hafi hækkað til dæmis á áburði sem endurspeglist í hærra verði á mjólk, osti og kjöti þá telur hún engu að síður svigrúm hjá verslunum til að halda aftur af hækkunum. „Það eru ekki allir kostnaðarþættir að hækka um þessar mundir og ýmislegt sem að hefur líka breyst í rekstrarumhverfi þessar fyrirtækja, matvöruverslana, og fleiri sem að hefur verið til hins betra á síðustu tveimur þremur árum. Til dæmis aukin sjálfvirkni og svo framvegis og svo erum við auðvitað að sjá það að það er bara mjög góð afkoma hjá matvöruverslanakeðjum. Þannig að það rímar ekki alveg við þetta að þessar hækkanir séu óumflýjanlegar. Þetta er alltaf spurning um upp að hvaða marki er eðlilegt að hækkanir á aðföngum komi fram í verðlagi.“
Verðlag Fjármál heimilisins Neytendur Tengdar fréttir Er alþjóðleg matvælakreppa handan við hornið? Sameinuðu þjóðirnar hafa varið við því að innrás Rússa í Úkraínu geti á næstunni valdið alþjóðlegri matvælakreppu sem geti varað í mörg ár. 3. júní 2022 14:00 Verðbólga í 7,6 prósent og ekki mælst meiri í tólf ár Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,77% milli mánaða og stendur nú í 539,5. Matarverð, húsnæðiskostnaður og bensín er á meðal þess sem hefur hækkað umtalsvert frá síðasta mánuði og orsakar hækkun vísitölu neysluverðs, en verðbólga hefur ekki mælst meiri í tólf ár. 30. maí 2022 10:19 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Er alþjóðleg matvælakreppa handan við hornið? Sameinuðu þjóðirnar hafa varið við því að innrás Rússa í Úkraínu geti á næstunni valdið alþjóðlegri matvælakreppu sem geti varað í mörg ár. 3. júní 2022 14:00
Verðbólga í 7,6 prósent og ekki mælst meiri í tólf ár Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,77% milli mánaða og stendur nú í 539,5. Matarverð, húsnæðiskostnaður og bensín er á meðal þess sem hefur hækkað umtalsvert frá síðasta mánuði og orsakar hækkun vísitölu neysluverðs, en verðbólga hefur ekki mælst meiri í tólf ár. 30. maí 2022 10:19