Viðskipti innlent

Torgið flutt í gula húsið í höfninni á Sigló: „Það er bjart fram­undan“

Atli Ísleifsson skrifar
Hjónin Daníel Pétur Baldursson og Auður Ösp Hlíðdal Magnúsdóttir hafa rekið Torgið við Aðalgötu á Siglufirði í um sex og hálft ár.
Hjónin Daníel Pétur Baldursson og Auður Ösp Hlíðdal Magnúsdóttir hafa rekið Torgið við Aðalgötu á Siglufirði í um sex og hálft ár. Vísir/Egill/Torgið

Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði og flutt sig um set yfir í gula húsið við höfnina þar sem veitingastaðurinn Hannes Boy hefur verið til húsa síðustu ár.

„Við opnuðum á miðvikudaginn og þetta leggst bara mjög vel í mig,“ segir Daníel Pétur Baldursson sem hefur rekið staðinn ásamt eiginkonu sinni Auði Ösp Hlíðdal Magnúsdóttur í um sex og hálft ár.

Hann segir að samræður hafi staðið yfir síðasta vetur milli rekstraraðila Torgsins og þeirra sem sjá um reksturinn í húsunum við höfnina. „Samningar náðust svo í maí, þannig að við erum mjög ánægð með þetta.“

Siglfirðingurinn áfram á matseði

Hann segir að viðskiptavinir muni að sjálfsögðu taka eftir mun á staðnum eftir flutninginn.

Frá Siglufirði.Vísir/Egill

„Það er auðvitað mun meira pláss, en í grunninn er þetta sama konseptið. Við höfum verið og verðum áfram með hádegishlaðborð sem hefur verið mjög vinsælt hjá bæði heimamönnum og ferðamannahópum. Við höfum svo lokað frá 15 til 17, en þá verður opið á Rauðku. Eftir klukkan 17 verður svo létt bistro-stemmning hjá okkur líkt og verið hefur. Og að sjálfssögðu verðum við áfram með Siglfirðinginn okkar – sjávarréttapítsuna með þorski, rækjum, lauk og chilli.“

Hann segist vera bjartsýnn á sumarið. „Það er bjart framundan. Það eru eiginlega allir sammála um það hér á Siglufirði. Það verður nóg að gera,“ segir Daníel Pétur.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.