Sendi Kobe heitnum skilaboð áður en hann kom Boston í úrslit NBA Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2022 13:00 Jayson Tatum var frábær í einvíginu gegn Miami Heat. Ásamt því að senda Kobe Bryant heitnum skilaboð að oddaleiknum loknum þá lék hann með svitaband Kobe til heiðurs. Andy Lyons/Getty Images Jayson Tatum er stór ástæða þess að Boston Celtics er komið í úrslit NBA-deildarinnar í körfubolta í fyrsta sinn síðan árið 2010. Hann sendi Kobe Bryant heitnum skilaboð fyrir oddaleik Celtics og Miami Heat en Kobe var hálfgerður lærifaðir Tatum. Boston Celtics er mætt í úrslit NBA-deildarinnar ásamt Golden State Warriors. Boston fór erfiðu leiðina en liðið fór alla leið í oddaleik gegn Jimmy Butler og félögum í Miami Heat í úrslitaleik Austurdeildarinnar. Má færa ágætis rök fyrir því að Tatum sé helsta ástæða þess að Boston er komið alla leið í úrslit í fyrsta sinn síðan árið 2010 en hann hefur verið frábær á leiktíðinni. Þá var hann valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins gegn Miami. „Þetta er mikill heiður. Þetta virðist ekki enn vera raunverulegt. Ég er mjög hamingjusamur og þakklátur,“ sagði Tatum í viðtali eftir oddaleikinn. Eastern Conference Finals MVP for a reason pic.twitter.com/yNjnBSZWal— Boston Celtics (@celtics) May 30, 2022 „Þó ég hafi verið í deildinni í dágóðan tíma þá man ég enn þegar ég var í menntaskóla að láta mig dreyma um augnablik sem þessi. Ég er að lifa drauminn,“ bætti Tatum við. Áður en hann ræddi svitaband sem hann lék með í leiknum, það var tileinkað Kobe Bryant. „Hann var fyrirmyndin mín, innblásturinn minn, uppáhaldsleikmaðurinn minn. Skórnir sem ég hef verið í undanfarna leiki voru tileinkaðir honum. Fyrir leikinn í dag horfði ég á myndband af nokkrum af stærstu augnablikum hans á ferlinum. Þetta var stærsti leikurinn á ferli mínum til þessa og ég vildi spila með armbandið til að heiðra hann og deila augnablikinu á einhvern hátt. Það gekk upp.“ Eftir leik sendi Tatum svo skilaboð á Kobe Bryant heitinn. I got you today pic.twitter.com/M24l1g0PRJ— Ballislife.com (@Ballislife) May 30, 2022 Jayson Tatum er ásamt Boston Celtics kominn í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Þar bíður þeirra ógnarsterkt lið Golden State Warriors. Það skyldi þó enginn veðja gegn Tatum og Boston, þeim virðast allir vegir færir þessa dagana. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Andlát Kobe Bryant Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira
Boston Celtics er mætt í úrslit NBA-deildarinnar ásamt Golden State Warriors. Boston fór erfiðu leiðina en liðið fór alla leið í oddaleik gegn Jimmy Butler og félögum í Miami Heat í úrslitaleik Austurdeildarinnar. Má færa ágætis rök fyrir því að Tatum sé helsta ástæða þess að Boston er komið alla leið í úrslit í fyrsta sinn síðan árið 2010 en hann hefur verið frábær á leiktíðinni. Þá var hann valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins gegn Miami. „Þetta er mikill heiður. Þetta virðist ekki enn vera raunverulegt. Ég er mjög hamingjusamur og þakklátur,“ sagði Tatum í viðtali eftir oddaleikinn. Eastern Conference Finals MVP for a reason pic.twitter.com/yNjnBSZWal— Boston Celtics (@celtics) May 30, 2022 „Þó ég hafi verið í deildinni í dágóðan tíma þá man ég enn þegar ég var í menntaskóla að láta mig dreyma um augnablik sem þessi. Ég er að lifa drauminn,“ bætti Tatum við. Áður en hann ræddi svitaband sem hann lék með í leiknum, það var tileinkað Kobe Bryant. „Hann var fyrirmyndin mín, innblásturinn minn, uppáhaldsleikmaðurinn minn. Skórnir sem ég hef verið í undanfarna leiki voru tileinkaðir honum. Fyrir leikinn í dag horfði ég á myndband af nokkrum af stærstu augnablikum hans á ferlinum. Þetta var stærsti leikurinn á ferli mínum til þessa og ég vildi spila með armbandið til að heiðra hann og deila augnablikinu á einhvern hátt. Það gekk upp.“ Eftir leik sendi Tatum svo skilaboð á Kobe Bryant heitinn. I got you today pic.twitter.com/M24l1g0PRJ— Ballislife.com (@Ballislife) May 30, 2022 Jayson Tatum er ásamt Boston Celtics kominn í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Þar bíður þeirra ógnarsterkt lið Golden State Warriors. Það skyldi þó enginn veðja gegn Tatum og Boston, þeim virðast allir vegir færir þessa dagana. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Andlát Kobe Bryant Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira