Sendi Kobe heitnum skilaboð áður en hann kom Boston í úrslit NBA Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2022 13:00 Jayson Tatum var frábær í einvíginu gegn Miami Heat. Ásamt því að senda Kobe Bryant heitnum skilaboð að oddaleiknum loknum þá lék hann með svitaband Kobe til heiðurs. Andy Lyons/Getty Images Jayson Tatum er stór ástæða þess að Boston Celtics er komið í úrslit NBA-deildarinnar í körfubolta í fyrsta sinn síðan árið 2010. Hann sendi Kobe Bryant heitnum skilaboð fyrir oddaleik Celtics og Miami Heat en Kobe var hálfgerður lærifaðir Tatum. Boston Celtics er mætt í úrslit NBA-deildarinnar ásamt Golden State Warriors. Boston fór erfiðu leiðina en liðið fór alla leið í oddaleik gegn Jimmy Butler og félögum í Miami Heat í úrslitaleik Austurdeildarinnar. Má færa ágætis rök fyrir því að Tatum sé helsta ástæða þess að Boston er komið alla leið í úrslit í fyrsta sinn síðan árið 2010 en hann hefur verið frábær á leiktíðinni. Þá var hann valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins gegn Miami. „Þetta er mikill heiður. Þetta virðist ekki enn vera raunverulegt. Ég er mjög hamingjusamur og þakklátur,“ sagði Tatum í viðtali eftir oddaleikinn. Eastern Conference Finals MVP for a reason pic.twitter.com/yNjnBSZWal— Boston Celtics (@celtics) May 30, 2022 „Þó ég hafi verið í deildinni í dágóðan tíma þá man ég enn þegar ég var í menntaskóla að láta mig dreyma um augnablik sem þessi. Ég er að lifa drauminn,“ bætti Tatum við. Áður en hann ræddi svitaband sem hann lék með í leiknum, það var tileinkað Kobe Bryant. „Hann var fyrirmyndin mín, innblásturinn minn, uppáhaldsleikmaðurinn minn. Skórnir sem ég hef verið í undanfarna leiki voru tileinkaðir honum. Fyrir leikinn í dag horfði ég á myndband af nokkrum af stærstu augnablikum hans á ferlinum. Þetta var stærsti leikurinn á ferli mínum til þessa og ég vildi spila með armbandið til að heiðra hann og deila augnablikinu á einhvern hátt. Það gekk upp.“ Eftir leik sendi Tatum svo skilaboð á Kobe Bryant heitinn. I got you today pic.twitter.com/M24l1g0PRJ— Ballislife.com (@Ballislife) May 30, 2022 Jayson Tatum er ásamt Boston Celtics kominn í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Þar bíður þeirra ógnarsterkt lið Golden State Warriors. Það skyldi þó enginn veðja gegn Tatum og Boston, þeim virðast allir vegir færir þessa dagana. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Andlát Kobe Bryant Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Sjá meira
Boston Celtics er mætt í úrslit NBA-deildarinnar ásamt Golden State Warriors. Boston fór erfiðu leiðina en liðið fór alla leið í oddaleik gegn Jimmy Butler og félögum í Miami Heat í úrslitaleik Austurdeildarinnar. Má færa ágætis rök fyrir því að Tatum sé helsta ástæða þess að Boston er komið alla leið í úrslit í fyrsta sinn síðan árið 2010 en hann hefur verið frábær á leiktíðinni. Þá var hann valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins gegn Miami. „Þetta er mikill heiður. Þetta virðist ekki enn vera raunverulegt. Ég er mjög hamingjusamur og þakklátur,“ sagði Tatum í viðtali eftir oddaleikinn. Eastern Conference Finals MVP for a reason pic.twitter.com/yNjnBSZWal— Boston Celtics (@celtics) May 30, 2022 „Þó ég hafi verið í deildinni í dágóðan tíma þá man ég enn þegar ég var í menntaskóla að láta mig dreyma um augnablik sem þessi. Ég er að lifa drauminn,“ bætti Tatum við. Áður en hann ræddi svitaband sem hann lék með í leiknum, það var tileinkað Kobe Bryant. „Hann var fyrirmyndin mín, innblásturinn minn, uppáhaldsleikmaðurinn minn. Skórnir sem ég hef verið í undanfarna leiki voru tileinkaðir honum. Fyrir leikinn í dag horfði ég á myndband af nokkrum af stærstu augnablikum hans á ferlinum. Þetta var stærsti leikurinn á ferli mínum til þessa og ég vildi spila með armbandið til að heiðra hann og deila augnablikinu á einhvern hátt. Það gekk upp.“ Eftir leik sendi Tatum svo skilaboð á Kobe Bryant heitinn. I got you today pic.twitter.com/M24l1g0PRJ— Ballislife.com (@Ballislife) May 30, 2022 Jayson Tatum er ásamt Boston Celtics kominn í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Þar bíður þeirra ógnarsterkt lið Golden State Warriors. Það skyldi þó enginn veðja gegn Tatum og Boston, þeim virðast allir vegir færir þessa dagana. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Andlát Kobe Bryant Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Sjá meira