Tryggja sér 300 milljónir króna til að koma jafnréttislausn á alþjóðamarkað Atli Ísleifsson skrifar 18. maí 2022 07:00 Dögg Thomsen og Þórey Vilhjálmdsdóttir. Aðsend Íslenska fyrirtækið Empower hefur tryggt sér 300 milljóna króna fjármögnun frá Frumtaki og Tennin til að styðja við þróun og markaðssetningu á hugbúnaðarlausninni Empower NOW. Greint var frá þessu í morgun en stefnt er að því að hugbúnaðarlausnin fari á alþjóðlegan markað á næsta ári. Í tilkynningu segir að lausnin geri fyrirtækjum og stofnunum kleift að ná yfirsýn yfir stöðu jafnréttismála, setja sér mælanleg markmið og fræða starfsfólk í gegnum stafrænar leiðir þar sem áherslan sé að styðja við uppbyggingu á jákvæðri fyrirtækjamenningu með jafnrétti og fjölbreytni að leiðarljósi. „Empower var stofnað árið 2020 af Þóreyju Vilhjálmsdóttur Proppé og Dögg Thomsen sem báðar hafa víðtæka reynslu af stefnumótun og breytingastjórnun á sviði jafnréttismála. Félagið hefur veitt leiðandi fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf í jafnrétti og fjölbreytni með áherslu á fyrirtækjamenningu þar sem unnið er út frá heildrænni nálgun og með praktískar lausnir til að tryggja árangur. Hugbúnaðarlausnin Empower NOW byggir á skölun á sannreyndum jafnréttislausnum Empower,“ segir í tilkynningunni. Efst í jjafnréttismælingum Þórey segir að Ísland hafi skarað fram úr á sviði jafnréttismála svo eftir hafi verið tekið á heimsvísu. Þannig hafi Ísland verið efst í jafnréttismælingum The World Economic Forum tólf ár í röð. „Við erum leiðandi í jafnréttisvegferðinni á alþjóðlegum vettvangi en vitum að við eigum enn langt í land til að geta talist jafnréttisparadís. Lykilatriði til að ná árangri í þessari vegferð í átt að auknu jafnrétti og fjölbreytni er að horfast í augu við undirliggjandi fordóma og mismunun sem eru til staðar á vinnustöðum og annars staðar í samfélaginu; oftast án þess að við gerum okkur grein fyrir þeim. Við þurfum að kortleggja og skilja stöðuna, setja okkur skýr markmið og hafa viljann til að breyta. Það er mikil eftirspurn frá fyrirtækjum og stofnunum á alþjóðavísu en mjög takmarkað framboð af heildstæðum og sérhæfðum lausnum á þessu sviði,” segir Þórey. Gerir þeim kleift að hraða gerð lausnarinnar Haft er eftir Dögg að þessi fjármögnin geri félaginu kleift að hraða gerð lausnarinnar og koma henni fyrr á alþjóðamarkað. „Í upphafi leggjum við áherslu á Norðurlöndin, Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu. Við byggjum á sannreyndri aðferðafræði sem við höfum innleitt í fjölda verkefna og nýja hugbúnaðinum Empower NOW sem hjálpar viðskiptavinum okkar að fá heildræna yfirsýn yfir stöðu jafnréttismála, setja sér mælanleg markmið og fræða starfsfólk í gegnum stafræna örfræðslu.“ Um Empower segir að markmið fyrirtækisins sé að auka jafnrétti í atvinnulífinu, bæta starfsumhverfi og menningu og tryggja jöfn tækifæri allra. Hugbúnaðurinn byggi á sannreyndri aðferðafræði Empower sem unnið hafi með leiðandi fyrirtækjum og stofnunum í ólíkum geirum eins og Alþingi, Embætti ríkislögreglustjóra, Landsvirkjun, Símanum, TM, Háskólanum á Akureyri og Fjarðaráli. Nýsköpun Jafnréttismál Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Í tilkynningu segir að lausnin geri fyrirtækjum og stofnunum kleift að ná yfirsýn yfir stöðu jafnréttismála, setja sér mælanleg markmið og fræða starfsfólk í gegnum stafrænar leiðir þar sem áherslan sé að styðja við uppbyggingu á jákvæðri fyrirtækjamenningu með jafnrétti og fjölbreytni að leiðarljósi. „Empower var stofnað árið 2020 af Þóreyju Vilhjálmsdóttur Proppé og Dögg Thomsen sem báðar hafa víðtæka reynslu af stefnumótun og breytingastjórnun á sviði jafnréttismála. Félagið hefur veitt leiðandi fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf í jafnrétti og fjölbreytni með áherslu á fyrirtækjamenningu þar sem unnið er út frá heildrænni nálgun og með praktískar lausnir til að tryggja árangur. Hugbúnaðarlausnin Empower NOW byggir á skölun á sannreyndum jafnréttislausnum Empower,“ segir í tilkynningunni. Efst í jjafnréttismælingum Þórey segir að Ísland hafi skarað fram úr á sviði jafnréttismála svo eftir hafi verið tekið á heimsvísu. Þannig hafi Ísland verið efst í jafnréttismælingum The World Economic Forum tólf ár í röð. „Við erum leiðandi í jafnréttisvegferðinni á alþjóðlegum vettvangi en vitum að við eigum enn langt í land til að geta talist jafnréttisparadís. Lykilatriði til að ná árangri í þessari vegferð í átt að auknu jafnrétti og fjölbreytni er að horfast í augu við undirliggjandi fordóma og mismunun sem eru til staðar á vinnustöðum og annars staðar í samfélaginu; oftast án þess að við gerum okkur grein fyrir þeim. Við þurfum að kortleggja og skilja stöðuna, setja okkur skýr markmið og hafa viljann til að breyta. Það er mikil eftirspurn frá fyrirtækjum og stofnunum á alþjóðavísu en mjög takmarkað framboð af heildstæðum og sérhæfðum lausnum á þessu sviði,” segir Þórey. Gerir þeim kleift að hraða gerð lausnarinnar Haft er eftir Dögg að þessi fjármögnin geri félaginu kleift að hraða gerð lausnarinnar og koma henni fyrr á alþjóðamarkað. „Í upphafi leggjum við áherslu á Norðurlöndin, Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu. Við byggjum á sannreyndri aðferðafræði sem við höfum innleitt í fjölda verkefna og nýja hugbúnaðinum Empower NOW sem hjálpar viðskiptavinum okkar að fá heildræna yfirsýn yfir stöðu jafnréttismála, setja sér mælanleg markmið og fræða starfsfólk í gegnum stafræna örfræðslu.“ Um Empower segir að markmið fyrirtækisins sé að auka jafnrétti í atvinnulífinu, bæta starfsumhverfi og menningu og tryggja jöfn tækifæri allra. Hugbúnaðurinn byggi á sannreyndri aðferðafræði Empower sem unnið hafi með leiðandi fyrirtækjum og stofnunum í ólíkum geirum eins og Alþingi, Embætti ríkislögreglustjóra, Landsvirkjun, Símanum, TM, Háskólanum á Akureyri og Fjarðaráli.
Nýsköpun Jafnréttismál Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira