Viðskipti innlent

Lands­bankinn hækkar vexti á ó­verð­tryggðum lánum

Kjartan Kjartansson skrifar
Útibú Landsbankans í Austurstræti.
Útibú Landsbankans í Austurstræti. Vísir/Vilhelm

Vextir óverðtryggðra lána og sparireikninga hjá Landsbankanum hækka um 0,7 til eitt prósentustig á morgun. Bankinn vísar til þess að Seðlabankinn hafi hækkað vexti um eitt prósentustig fyrr í þessum mánuði. 

Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,70 prósentustig og verða 5,40%. Fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána hækka um 0,10-0,15 prósentustig. Engar breytingar verða á vöxtum á verðtryggðum íbúðalánum, hvorki breytilegum né föstum, að því er segir í tilkynningu á vef Landsbankans.

Kjörvextir á óverðtryggðum útlánum hækka um 0,70 prósentustig en kjörvextir á verðtryggðum útlánum verða óbreyttir. Breytilegir vextir óverðtryggðra lána vegna bíla- og tækjafjármögnunar hækka um 0,70 prósentustig. Yfirdráttarvextir hækka um 1,0 prósentustig.

Vextir á óverðtryggðum sparireikningum hækka um allt að 1,0 prósentustig og vextir almennra veltureikninga hækka um 0,10 prósentustig.

Arion banki reið á vaðið og hækkaði sína vexti vegna vaxtaákvörðunar Seðlabankans í síðustu viku. Vextir bankans voru hækkaðir um á bilinu 0,61 til eitt prósentustig. Fjármálaþjónustan Auður hæakkaði sína vexti einnig um eitt prósent.

Enn sem komið er hefur Íslandsbanki ekki hækkað sína vexti.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.