Viðskipti innlent

Ás­geir frá Fossum mörkuðum til Pay­Ana­lytics

Atli Ísleifsson skrifar
Ásgeir Kröyer.
Ásgeir Kröyer. Aðsend

Ásgeir Kröyer hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála hjá PayAnalytics.

Í tilkynningu segir að Ásgeir hafi víðtækan bakgrunn í tækni og fjármálum og spanni reynsla hans yfir tíu ár í tæknigeiranum og þrettán ár í fjármálageiranum. 

 „Áður starfaði Ásgeir sem sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf Fossa Markaða í Svíþjóð og þar á undan í fyrirtækjaráðgjöf Arion banka. Ásgeir er með B.Sc. próf í tölvunarfræði og M.Sc. próf í fjármálum fyrirtækja frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. 

Um hugbúnaður PayAnalytics segir að hann geri fyrirtækjum kleift að mæla og loka launabilinu á auðveldan og hagkvæman máta. 

PayAnalytics er með starfsstöðvar í Grósku ásamt skrifstofum í þremur löndum utan Íslands. Hugbúnaðurinn er notaður í 43 löndum í sex heimsálfum og tryggir þegar sanngirni í kjörum hjá um 30 prósent af þeim sem starfa á íslenskum vinnumarkaði.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×