Innherji

Seðlabankinn snarhækkar verðbólguspá fyrir árið, aukin hætta á vanmati

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri kynnir ákvörðun bankans í morgun.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri kynnir ákvörðun bankans í morgun. vísir/vilhelm

Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga haldi áfram að aukast og verði í kringum 8 prósent á bæði þriðja og fjórða ársfjórðungi. Þetta er veruleg hækkun frá síðustu verðbólguspá bankans í febrúar og ekki er talið að verðbólga verði komin undir 3 prósent fyrr en seint árið 2024.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75 prósent. Verðbólga mældist 7,2%prósent í apríl og horfur hafa versnað verulega.

„Sem fyrr vegur hækkun húsnæðisverðs þungt en því til viðbótar koma áhrif mikilla hækkana alþjóðlegs olíu- og hrávöruverðs. Þá gætir einnig áhrifa töluverðs innlends verðbólguþrýstings sem m.a. birtist í miklum hækkunum launa. Undirliggjandi verðbólga hefur því aukist hratt og mældist 5,3 prósent í apríl. Verðbólguvæntingar hafa jafnframt haldið áfram að hækka,“ segir í Peningamálum sem Seðlabankinn birti í morgun samhliða tilkynningu um vaxtaákvörðun peningastefnunefndar.

Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga verði að meðaltali 8,1 prósent á þriðja ársfjórðungi, sem er 2,8 prósentustigum meiri verðbólga en spáð var í febrúar, og um 8 prósent á fjórða ársfjórðungi, sem er um 3,3 prósentustigum hærra en febrúarspáin. Sem fyrr segir er ekki er talið að verðbólga verði komin undir 3 prósent fyrr en seint árið 2024.

Í ljósi hækkunar langtímaverðbólguvæntinga undanfarið er aukin hætta á því að verðbólguhorfur í spá bankans séu of bjartsýnar.

Seðlabankinn segir að lakari verðbólguhorfur megi að mestu rekja til áhrifa stríðsátakanna í Úkraínu, sem hafa valdið miklu umróti á alþjóðlegum hrávörumörkuðum og sett viðskiptasambönd og aðfangakeðjur í uppnám. Auk þess hefur hækkun langtímaverðbólguvæntinga að undanförnu hægt á hjöðnun hennar er frá líður.

„Í ljósi hækkunar langtímaverðbólguvæntinga undanfarið er aukin hætta á því að verðbólguhorfur í spá bankans séu of bjartsýnar. Þá gætu miklar launahækkanir í kjarasamningum næsta vetur aukið hættuna á víxlverkun launa og verðlags sem gæti valdið því að mikil verðbólga festist enn frekar í sessi,“ segir í Peningamálu,Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.