Íslendingar eyddu tveimur milljörðum í skipulögð ferðalög í mars Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. apríl 2022 22:20 Íslendingar eru farnir að streyma til útlanda og erlendir ferðamenn hingað til lands. Vísir/Vilhelm Íslendingar eyddu að minnsta kosti tveimur milljörðum króna í skipulagðar utanlandsferðir í marsmánuði. Það er sexfallt meiri upphæð en í sama mánuði í fyrra. Innlend kortavelta í verslun dróst saman um tæp 3,7 prósent milli ára á meðan þjónustutengd kortavelta jókst um rúm 30,3 prósent miðað við breytilegt verðlag. Þetta kemur fram í nýrri samantekt frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þar má sjá að innlend kortavelta dróst nokkuð saman, eins og áður segir, en Íslendingar virðast hafa hlaupið til nú í vor eftir að takmörkunum sökum heimsfaraldurs hefur verið aflétt víðast hvar. Íslendingar eyddu rúmum 1,9 milljörðum króna hjá ferðaskrifstofum og í skipulagðar ferðir í síðasta mánuði. Það er 37,3 prósentum meira en mánuðinn á undan og 511,6 prósenta aukning frá því í sama mánuði í fyrra. Sjá má á töflu í samantektinni að heildarvelta innlendra greiðslukorta í verslunum og þjónustu erlendis nam rúmum 15,5 milljörðum króna í febrúar síðastliðnum sem er hækkun um rúma 6,6 milljarða króna að raunvirði frá fyrra ári. Fram kemur í skýrslunni að skýr merki um ferðatakmarkanir Covid heimsfaraldurs megi greina frá febrúar 2020 en vísitalan sýni að þau áhrif hafi gengið til baka í nóvember 2021 þegar vísitalan náði sínu fyrra horfi. Þá má greina af tölunum að erlendir ferðamenn séu að snúa aftur til landsins en kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi nam tæpum 14 milljörðum króna í mars og jókst um 40 prósent milli mánaða. Veltan rúmlega sjöfaldaðist á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Erlendir ferðamenn eyddu rúmum 2,8 milljörðum króna í gistiþjónustu hér á landi í mars sem er 1636,6 prósenta aukning frá því í febrúar og 42,8 prósenta aukning frá því í mars í fyrra. Þá eyddu þeir rúmum 2,1 milljarði króna í veitingaþjónustu, sem er 1267,8 prósenta aukning frá því í febrúar og 36,3 prósenta aukning frá því í mars í fyrra. Þá kemur fram að ferðamenn frá Bandaríkjunum séu ábyrgir fyrir 33,9 prósentum af allri erlendri kortaveltu hérlandis í mars. Bretar komi næstir með 15,5 prósent og Þjóðverjar með 6,7 prósent. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum. 6. apríl 2022 21:21 Mest lesið Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Sjá meira
Innlend kortavelta í verslun dróst saman um tæp 3,7 prósent milli ára á meðan þjónustutengd kortavelta jókst um rúm 30,3 prósent miðað við breytilegt verðlag. Þetta kemur fram í nýrri samantekt frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þar má sjá að innlend kortavelta dróst nokkuð saman, eins og áður segir, en Íslendingar virðast hafa hlaupið til nú í vor eftir að takmörkunum sökum heimsfaraldurs hefur verið aflétt víðast hvar. Íslendingar eyddu rúmum 1,9 milljörðum króna hjá ferðaskrifstofum og í skipulagðar ferðir í síðasta mánuði. Það er 37,3 prósentum meira en mánuðinn á undan og 511,6 prósenta aukning frá því í sama mánuði í fyrra. Sjá má á töflu í samantektinni að heildarvelta innlendra greiðslukorta í verslunum og þjónustu erlendis nam rúmum 15,5 milljörðum króna í febrúar síðastliðnum sem er hækkun um rúma 6,6 milljarða króna að raunvirði frá fyrra ári. Fram kemur í skýrslunni að skýr merki um ferðatakmarkanir Covid heimsfaraldurs megi greina frá febrúar 2020 en vísitalan sýni að þau áhrif hafi gengið til baka í nóvember 2021 þegar vísitalan náði sínu fyrra horfi. Þá má greina af tölunum að erlendir ferðamenn séu að snúa aftur til landsins en kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi nam tæpum 14 milljörðum króna í mars og jókst um 40 prósent milli mánaða. Veltan rúmlega sjöfaldaðist á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Erlendir ferðamenn eyddu rúmum 2,8 milljörðum króna í gistiþjónustu hér á landi í mars sem er 1636,6 prósenta aukning frá því í febrúar og 42,8 prósenta aukning frá því í mars í fyrra. Þá eyddu þeir rúmum 2,1 milljarði króna í veitingaþjónustu, sem er 1267,8 prósenta aukning frá því í febrúar og 36,3 prósenta aukning frá því í mars í fyrra. Þá kemur fram að ferðamenn frá Bandaríkjunum séu ábyrgir fyrir 33,9 prósentum af allri erlendri kortaveltu hérlandis í mars. Bretar komi næstir með 15,5 prósent og Þjóðverjar með 6,7 prósent.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum. 6. apríl 2022 21:21 Mest lesið Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Sjá meira
Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum. 6. apríl 2022 21:21