Akureyrarbær skilaði óvæntum 752 milljóna afgangi Eiður Þór Árnason skrifar 7. apríl 2022 12:16 Allir flokkar starfa saman í bæjarstjórn á Akureyri. Vísir/Vilhelm Rekstur Akureyrarbæjar gekk mun betur á síðasta ári en áætlanir gerðu ráð fyrir og var samstæða bæjarins rekin með 752 milljóna króna afgangi. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 1.184 milljarða króna tapi. Rekstrarniðurstaða samstæðu bæjarins fyrir fjármagnsliði og tekjuskatt var jákvæð um 2.460 milljónir króna en áætlun hafði gert ráð fyrir 482 milljóna króna rekstrarafgangi. Að sögn bæjarstjórnar eru meginskýringar á bættri afkomu hærri skatttekjur af útsvari og minni aukning lífeyrisskuldbindinga en gert var ráð fyrir. Ársreikningar Akureyrarbæjar fyrir árið 2021 voru lagðir fram í bæjarráði í dag. Niðurstaða rekstrar A-hluta, sem inniheldur ekki fjárhagslega sjálfstæð dótturfyrirtæki bæjarins, var jákvæð um 318 milljónir en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu um 1.447 milljónir króna. Sjóðsstreymi batnaði milli ára og nam veltufé frá rekstri samstæðu 3.906 milljónum króna sem var 1.736 milljónum hærra en áætlað var. Árið 2020 var upphæðin 2.312 milljónir króna. Handbært fé frá rekstri samstæðunnar nam 2.748 milljónum í fyrra. Stöðugildum fækkaði Fjöldi stöðugilda hjá bænum var að meðaltali 1.495 á síðasta ári sem er fækkun um 136 frá árinu áður. Fækkun starfsmanna á milli ára er sögð skýrast af því að Akureyrarbær hætti rekstri öldrunarheimilanna vorið 2021. „Fjárhagur Akureyrarbæjar er traustur og nam skuldaviðmið samstæðunnar í árslok 86% samkvæmt reglum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga en það var 85% árið áður. Skuldaviðmið í A-hluta var 61% í árslok en var 62% árið áður,” segir í tilkynningu frá bænum. Auknar langtímaskuldir Afborgun langtímalána nam 1.145 milljónum króna en ný langtímalán samstæðunnar voru 2.000 milljónir. Hækkun á handbæru fé á árinu nam 703 milljónum og var handbært fé samstæðunnar í árslok 3.215 milljónir króna. Skuldir sveitarfélagsins með lífeyrisskuldbindingum námu samkvæmt efnahagsreikningi 36.137 milljónum króna en þar af voru skammtímaskuldir 4.935 milljónum króna. Skatttekjur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga voru 921 þúsund krónur á hvern íbúa en tekjur voru samtals 1.448 þúsund krónur á hvern íbúa. Árið 2020 voru skatttekjurnar 876 þúsund krónur á hvern íbúa og heildartekjurnar 1.437 þúsund. Akureyri Sveitarstjórnarmál Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Rekstrarniðurstaða samstæðu bæjarins fyrir fjármagnsliði og tekjuskatt var jákvæð um 2.460 milljónir króna en áætlun hafði gert ráð fyrir 482 milljóna króna rekstrarafgangi. Að sögn bæjarstjórnar eru meginskýringar á bættri afkomu hærri skatttekjur af útsvari og minni aukning lífeyrisskuldbindinga en gert var ráð fyrir. Ársreikningar Akureyrarbæjar fyrir árið 2021 voru lagðir fram í bæjarráði í dag. Niðurstaða rekstrar A-hluta, sem inniheldur ekki fjárhagslega sjálfstæð dótturfyrirtæki bæjarins, var jákvæð um 318 milljónir en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu um 1.447 milljónir króna. Sjóðsstreymi batnaði milli ára og nam veltufé frá rekstri samstæðu 3.906 milljónum króna sem var 1.736 milljónum hærra en áætlað var. Árið 2020 var upphæðin 2.312 milljónir króna. Handbært fé frá rekstri samstæðunnar nam 2.748 milljónum í fyrra. Stöðugildum fækkaði Fjöldi stöðugilda hjá bænum var að meðaltali 1.495 á síðasta ári sem er fækkun um 136 frá árinu áður. Fækkun starfsmanna á milli ára er sögð skýrast af því að Akureyrarbær hætti rekstri öldrunarheimilanna vorið 2021. „Fjárhagur Akureyrarbæjar er traustur og nam skuldaviðmið samstæðunnar í árslok 86% samkvæmt reglum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga en það var 85% árið áður. Skuldaviðmið í A-hluta var 61% í árslok en var 62% árið áður,” segir í tilkynningu frá bænum. Auknar langtímaskuldir Afborgun langtímalána nam 1.145 milljónum króna en ný langtímalán samstæðunnar voru 2.000 milljónir. Hækkun á handbæru fé á árinu nam 703 milljónum og var handbært fé samstæðunnar í árslok 3.215 milljónir króna. Skuldir sveitarfélagsins með lífeyrisskuldbindingum námu samkvæmt efnahagsreikningi 36.137 milljónum króna en þar af voru skammtímaskuldir 4.935 milljónum króna. Skatttekjur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga voru 921 þúsund krónur á hvern íbúa en tekjur voru samtals 1.448 þúsund krónur á hvern íbúa. Árið 2020 voru skatttekjurnar 876 þúsund krónur á hvern íbúa og heildartekjurnar 1.437 þúsund.
Akureyri Sveitarstjórnarmál Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira