Viðskipti innlent

Ný mat­höll opnar við Há­­skóla Ís­lands

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Hafsteinn og Björn Bragi hafa þónokkra reynslu af opnun mathalla.
Hafsteinn og Björn Bragi hafa þónokkra reynslu af opnun mathalla. Stöð 2

Há­skóla­nemar munu njóta góðs af upp­byggingu í Vatns­mýrinni og geta bráð­lega heim­sótt þar veitinga­staði, kaffi­hús og vín­bar í nýrri mat­höll sem opnar í maí.

Mat­höllum hefur fjölgað stöðugt hér á landi síðustu árin. Í Reykja­vík eru þær nú fimm talsins og eins og við greindum frá í desember er von á þremur mat­höllum til við­bótar sem opna í ár á litlum bletti í mið­bænum.

Og á­fram bætist í því í Vatns­mýrinni, að­eins stein­snar frá há­skólanum, fer að opna enn ein mat­höllin.

Hér munu allir vilja vera

„Við ætlum að opna í maí. Lofum ekki neinni dag­setningu en ætlum að reyna að standa við maí,“ segir Haf­steinn Júlíus­son hönnuður og einn af eig­endum mat­hallarinnar sem heitir Vera - matur og drykkur.

Við litum við hjá þeim félögum fyrir Kvöldfréttir Stöðvar 2 og tókum stöðuna:

Hún verður stað­sett í hinu til­tölu­lega nýja hug­mynda­húsi Grósku.

Þar hefur verið mikil upp­bygging upp á síð­kastið - fjöldi fyrir­tækja með skrif­stofur þar og líkams­ræktar­stöðin World Class búin að opna þar úti­bú. Og bráð­lega nýja mat­höllin sem heitir:

Hvers vegna Vera?

„Því að hér munu allir vilja vera og við ætlum að búa til góðar sam­veru­stundir hér í Vatns­mýrinni,“ segir Björn Bragi Arnars­son einn af eig­endum mat­hallarinnar.

Nú eru fram­kvæmdir í miðjum gangi og allir vinna hörðum höndum við að gera rýmið ein­hvern veginn svona:

Teikningar af rýminu. Hér verða átta staðir.aðsend

Hérna munu átta staðir opna á næstunni; veitinga­staðir, kaffi­hús, vín­bar og þá verður einnig veislu­salur í rými við hliðina á.

Lítið úrval af mat í Vatnsmýri

„Vatns­mýrin er ó­trú­lega skemmti­legur staður og spennandi, hér er náttúru­lega ara­grúi af fyrir­tækjum,“ segir Björn Bragi. Þúsundir manns sækja svæðið á hverjum degi.

„Og lítið úr­val af mat á svæðinu. Það er eigin­lega aðal­at­riðið og kveikjan að þessu,“ segir Haf­steinn.

Við mat­höllina verður einni úti­svæði í porti við suður­enda Grósku.

Og hér í portinu við suður­enda Grósku verður síðan úti­svæði.

„Nú er mars og við erum bara hér í geggjuðu veðri þannig þú getur rétt í­myndað þér hvernig þetta verður hér í júní og júlí,“ segir Björn Bragi.

Úrval staðanna verður fjölbreytt að sögn þeirra félaga. Eitthvað fyrir alla.

„Þannig þegar við verðum búnir að opna og komnir með borð og stóla þá mun allt iða hér af lífi og stemmningu.“

Þeir vinir efast ekki um að há­skóla­nemar taki mat­höllinni fagnandi.

„Alveg pott­þétt. Ég myndi halda það. Ekki það að maður elski ekki að fá sér mat Hámu og svo­leiðis ef maður er í há­skólanum en það verður örugg­lega fínt að fá fleiri kosti. Þetta verður góð við­bót.“

Planið er að opna dyr Veru í maí. Engri dagsetningu er lofað en markmiðið er að opna sem fyrst.Aðsend




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×