Seðlabankinn skoðar að gefa út íslenska rafkrónu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. mars 2022 13:01 Rannveig Sigurðardóttir er aðstoðarseðlabankastjóri peningastefnu. vísir/vilhelm Íslensk rafmynt gæti verið framtíðin í greiðslumiðlun á Íslandi. Seðlabankinn hefur skipað vinnuhóp til að skoða hvort tilefni sé til að bankinn gefi út slíka mynt til almennra nota. Hugmyndin er enn á frumstigi. Hópnum hefur verið falið að meta kosti og galla slíkrar íslenskrar rafkrónu. Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir þróunina í heiminum vera í þessa átt: „Meirihluti Seðlabanka ríkja í heiminum er að skoða þetta og flestir eru bara á sama stað og við að velta upp spurningunni hvort að útgáfa Seðlabankarafeyris sé nauðsynleg og leysi einhver vandamál sem eru þá innan landanna,“ segir Rannveig. Fæstir nota seðla í dag Hún nefnir dæmi um kosti slíkrar myntar: „Það er náttúrulega bæði mikil nýsköpun og tæknibreytingar í gangi sem er svona önnur hliðin á þessu. Hin hliðin er náttúrulega minnkandi seðlanotkun,“ segir Rannveig. Í dag nota ekki nema um fimm til tíu prósent landsmanna reiðufé reglulega. Rannveig segir mikilvægt að rafkrónan myndi ekki veikja hina almennu viðskiptabanka.vísir/vilhelm Seðlabankanum er falið að standa vörð um virka og örugga greiðslumiðlun og slík rafmynt gæti einnig bætt greiðslumiðlun milli landa. Regluverk í kring um slíka mynt yrði þó væntanlega ansi mikið svo fólk færi ekki megnið af fé sínu úr almennum viðskiptabönkum og í Seðlabankann. Rannveig segir Seðlabankann alls ekki vilja veikja viðskiptabankana. Það myndi ekki gagnast neinum. Gæti orðið hröð þróun Enn er nokkuð í að slík mynt líti dagsins ljós - það er að segja ef bankinn metur það æskilegt yfir höfuð. „Þetta er eitthvað sem að gerist líklega ekki alveg á næstunni en ég hef nú yfirleitt haldið því svoldið til haga að hlutir geta líka gerst mjög hratt því það hafa verið tilraunir erlendis bæði með tæknina og prófanir og annað,“ segir Rannveig. Nú fer hópurinn vandlega yfir málið áður en samtal um íslenska rafkrónu fer fram við almenning. „Í kjölfarið myndum við þá taka upp samtalið við haghafa eins og aðila á fjármálamarkaði, við almenning og kjörna fulltrúa og stjórnvöld,“ segir Rannveig. Rafmyntir Seðlabankinn Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Hópnum hefur verið falið að meta kosti og galla slíkrar íslenskrar rafkrónu. Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir þróunina í heiminum vera í þessa átt: „Meirihluti Seðlabanka ríkja í heiminum er að skoða þetta og flestir eru bara á sama stað og við að velta upp spurningunni hvort að útgáfa Seðlabankarafeyris sé nauðsynleg og leysi einhver vandamál sem eru þá innan landanna,“ segir Rannveig. Fæstir nota seðla í dag Hún nefnir dæmi um kosti slíkrar myntar: „Það er náttúrulega bæði mikil nýsköpun og tæknibreytingar í gangi sem er svona önnur hliðin á þessu. Hin hliðin er náttúrulega minnkandi seðlanotkun,“ segir Rannveig. Í dag nota ekki nema um fimm til tíu prósent landsmanna reiðufé reglulega. Rannveig segir mikilvægt að rafkrónan myndi ekki veikja hina almennu viðskiptabanka.vísir/vilhelm Seðlabankanum er falið að standa vörð um virka og örugga greiðslumiðlun og slík rafmynt gæti einnig bætt greiðslumiðlun milli landa. Regluverk í kring um slíka mynt yrði þó væntanlega ansi mikið svo fólk færi ekki megnið af fé sínu úr almennum viðskiptabönkum og í Seðlabankann. Rannveig segir Seðlabankann alls ekki vilja veikja viðskiptabankana. Það myndi ekki gagnast neinum. Gæti orðið hröð þróun Enn er nokkuð í að slík mynt líti dagsins ljós - það er að segja ef bankinn metur það æskilegt yfir höfuð. „Þetta er eitthvað sem að gerist líklega ekki alveg á næstunni en ég hef nú yfirleitt haldið því svoldið til haga að hlutir geta líka gerst mjög hratt því það hafa verið tilraunir erlendis bæði með tæknina og prófanir og annað,“ segir Rannveig. Nú fer hópurinn vandlega yfir málið áður en samtal um íslenska rafkrónu fer fram við almenning. „Í kjölfarið myndum við þá taka upp samtalið við haghafa eins og aðila á fjármálamarkaði, við almenning og kjörna fulltrúa og stjórnvöld,“ segir Rannveig.
Rafmyntir Seðlabankinn Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira