Viðskipti innlent

Kanna mögu­leika á að koma upp á­lendur­vinnslu í Helgu­vík

Atli Ísleifsson skrifar
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Vísir/Egill

Reykjanesbær og bandaríska fyrirtækið Almex USA Inc, í gegnum íslenskt dótturfélag, hafa náð samkomulagi um að skoða möguleika þess að setja upp umhverfisvæna endurvinnslu á áli í Helguvík.

Frá þessu segir í tilkynningu á vef Reykjanesbæjar. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir í samtali við fréttastofu að ekki yrðu nýtt þau mannvirki sem fyrir séu í Helguvík, gangi samningar eftir. Í því tilfelli yrðu reist ný mannvirki fyrir starfsemina.

Í tilkynningunni segir að Almex USA Inc sérhæfi sig í framleiðslu á búnaði fyrir úrvinnslu og endurvinnslu á hágæða áli ásamt fjárfestingum í skyldum iðnaði, sé leiðandi á sviði endurvinnslu léttmálma og með sérstöðu hvað varðar framleiðslu á áli fyrir geimferða- og flugvélaiðnaðinn.

„Telur fyrirtækið Ísland vera hentuga staðsetningu fyrir þessa starfsemi.

Um er að ræða umhverfisvæna starfsemi sem yrði hluti af sjálfbæru hringrásarhagkerfi og er áætluð ársframleiðsla 45.000 tonn í fyrri áfanga. Reiknað er með að starfsmenn verði um 60 þegar fullum afköstum er náð. Reykjanesbær horfir jafnframt til þess að afleidd tækifæri af slíkri starfsemi geti styrkt atvinnuþróun á svæðinu.

Verkefnið er i samræmi við þá stefnu Reykjanesbæjar að í Helguvík byggist upp iðnaður sem hafi jákvæð áhrif á umhverfið og samfélagið. Markmið Reykjanesbæjar er að efla Helguvík sem iðnaðarsvæði sem styður við þá stefnu og hringrásarhagkerfið,“ segir í tilkynningunni.

Á vef sveitarfélagsins segir að bæjarráð hafi heimilað bæjarstjóra að undirrita viljayfirlýsingu þessa efnis.


Tengdar fréttir

Helguvíkurhöfn skuldaði níu milljarða króna

Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir skuldavanda hafnarinnar í Helguvík gífurlegan og gagnrýnir að stjórnvöld hafi ekki sýnt nokkurn áhuga á að koma sveitarfélaginu til aðstoðar. Allir bæjarfulltrúar sem og meirihluti íbúa leggist alfarið gegn því að kísilverið í Helguvík verði endurræst.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×