Samstarf

Fjölmenni á fyrirlestri pólfarans Börge Ousland

Fjallakofinn
Börge Ousland segir ferðasögur. Viðburðurinn var haldinn af Fjallakofanum og Fjallafélaginu.
Börge Ousland segir ferðasögur. Viðburðurinn var haldinn af Fjallakofanum og Fjallafélaginu.

Norðmaðurinn Börge Ousland einn fremsti pólfari nútímans sagði í máli og myndum frá mögnuðum ferðum sínum á miðvikudagskvöldið var á fyrirlestri á Hilton Nordica. Nær 400 gestir voru mættir til að hlýða á Börge.

Ferð Börge og svissneska ævintýramannsins Mike Horn hófst þegar þeir lögðu af stað frá skútunni Pangaea í september 2019. Fram undan var baráttan að komast á Norðurpólinn og síðan áfram í bát á hinum enda Norður-Íshafsins. En leiðangurinn varð fljótt að kapphlaupi upp á líf og dauða. 

Börge sagði líka frá öðrum ferðum sínum sem eru fjölmargar. Kvöldið var frábær skemmtun en það voru Fjallakofinn og Fjallafélagið sem stóðu að viðburðinum.

Tveir pólafarar Börge Ousland og Haraldur Örn Ólafsson

Börge og Halldór Hreinsson eigandi Fjallakofans

Starfsfólk Fjallakofans fjölmennti

Nær 400 gestir skemmtu sér vel

Börge, Tómas Guðbjörnsson, Róbert Marshall og feðgarnir Haraldur og Ólafur

Þóra Tómasdóttir útivistarkona lét sig ekki vanta




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×