„Svo mikil hundalógík að það er eiginlega ekki hægt að svara þessu“ Snorri Másson skrifar 24. mars 2022 11:53 Fjármálaráðherra segir að hátt söluverð hafi ekki verið eina markmiðið með sölu Íslandsbanka. Hann segir þingmann Pírata stunda hundalógík, þegar hann segir bankann hafa verið seldan á undirverði. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sagði í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að alger sjálfsblekking hafi ríkt á meðal stjórnarliða, um að salan á Íslandsbanka hafi hingað til verið vel heppnuð. Hann benti á að á meðal markmiða stjórnvalda með sölunni hafi verið að fá hámarksverð fyrir bankann, sem hann telur að hafi ekki fengist. „Hvað svo sem ráðherra segir þá var það eitt helsta markmiðið, alla vega það sem þingið fékk í hendurnar, að hámarka endurheimtur ríkissjóðs. Og raunin var sú að þrjátíu milljarða munur var á söluverði og markaðsverði. Ekki 55 milljarðar eins og ríkið fékk, heldur 85 milljarðar, sem það hefði átt að vera. Hvernig getur ráðherra sagt að salan hafi verið vel heppnuð þegar ríkissjóður tapaði 30 milljörðum króna?“ sagði Björn Leví. „Fengum mjög gott verð“ Útboðsgengið sem bankinn var seldur á var um fjórum prósentum lægra en markaðsvirði þá stundina. Það er sagt tíðkast í útboðum af þessari gerð. Bjarni sagði að hámarksverð fyrir bankann hafi ekki verið eina markmiðið með sölunni. Taka þyrfti mið af heildarniðurstöðunni. „Vorum við að fá fjárfesta sem vildu halda hlutnum til lengri tíma til dæmis, er það eftirsóknarvert yfirhöfuð að hafa dreift eignarhald, er skynsamlegt að leggja áherslu á að hafa bæði innlenda og erlenda aðila? Ég segi já við öllum þessum spurningum og með því erum við að segja að verðið ræður ekki eitt, en við fengum bæði í fyrra og í nýafstöðnu útboði mjög gott verð. Mjög gott verð,“ sagði Bjarni. Björn Leví spurði aftur: Eru þessir þættir sem þarna er lýst þrjátíu milljarða króna virði, af því að þeir skipti svo miklu máli líka? Bjarni sagði þá að í sambærilegum útboðum sé fyrirséð að verð félags hækki eftir útboð. „Tökum Síldarvinnsluna til dæmis. Gáfu eigendur Síldarvinnslunnar tugi milljarða með því að setja félagið á markað? Voru þeir að gefa nýjum hluthöfum tugi milljarða, en félagið hefur einmitt hækkað um tugi milljarða síðan það var skráð? Þetta er svo mikil hundalógík að það er eiginlega ekki hægt að svara þessu,“ sagði Bjarni á Alþingi í dag. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sagði í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að alger sjálfsblekking hafi ríkt á meðal stjórnarliða, um að salan á Íslandsbanka hafi hingað til verið vel heppnuð. Hann benti á að á meðal markmiða stjórnvalda með sölunni hafi verið að fá hámarksverð fyrir bankann, sem hann telur að hafi ekki fengist. „Hvað svo sem ráðherra segir þá var það eitt helsta markmiðið, alla vega það sem þingið fékk í hendurnar, að hámarka endurheimtur ríkissjóðs. Og raunin var sú að þrjátíu milljarða munur var á söluverði og markaðsverði. Ekki 55 milljarðar eins og ríkið fékk, heldur 85 milljarðar, sem það hefði átt að vera. Hvernig getur ráðherra sagt að salan hafi verið vel heppnuð þegar ríkissjóður tapaði 30 milljörðum króna?“ sagði Björn Leví. „Fengum mjög gott verð“ Útboðsgengið sem bankinn var seldur á var um fjórum prósentum lægra en markaðsvirði þá stundina. Það er sagt tíðkast í útboðum af þessari gerð. Bjarni sagði að hámarksverð fyrir bankann hafi ekki verið eina markmiðið með sölunni. Taka þyrfti mið af heildarniðurstöðunni. „Vorum við að fá fjárfesta sem vildu halda hlutnum til lengri tíma til dæmis, er það eftirsóknarvert yfirhöfuð að hafa dreift eignarhald, er skynsamlegt að leggja áherslu á að hafa bæði innlenda og erlenda aðila? Ég segi já við öllum þessum spurningum og með því erum við að segja að verðið ræður ekki eitt, en við fengum bæði í fyrra og í nýafstöðnu útboði mjög gott verð. Mjög gott verð,“ sagði Bjarni. Björn Leví spurði aftur: Eru þessir þættir sem þarna er lýst þrjátíu milljarða króna virði, af því að þeir skipti svo miklu máli líka? Bjarni sagði þá að í sambærilegum útboðum sé fyrirséð að verð félags hækki eftir útboð. „Tökum Síldarvinnsluna til dæmis. Gáfu eigendur Síldarvinnslunnar tugi milljarða með því að setja félagið á markað? Voru þeir að gefa nýjum hluthöfum tugi milljarða, en félagið hefur einmitt hækkað um tugi milljarða síðan það var skráð? Þetta er svo mikil hundalógík að það er eiginlega ekki hægt að svara þessu,“ sagði Bjarni á Alþingi í dag.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira