Viðskipti innlent

Lis­tería finnst í kjúk­lingast­rimlum

Atli Ísleifsson skrifar
Matfugl ehf hefur innkallað vöruna úr verslunum.
Matfugl ehf hefur innkallað vöruna úr verslunum. Ali

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um innköllun á Ali Salt og pipar kjúklingastrimlum sem Matfugl ehf. framleiðir.

Í tilkynningu frá stofnuninni segir að innköllunin sé vegna þess að það hafi greinst Listeria monocytogenis. 

„Fyrirtækið hefur innkallað vöruna úr verslunum og sent út fréttatilkynningu.

Einungis er verið að innkalla eftirfarnar framleiðslulotur:

  • Vöruheiti: Ali Salt og pipar kjúklingastrimlar
  • Framleiðandi: Matfugl ehf
  • Nettóþyngd: 300 gr
  • Lotunúmer: 1737432101 og 1737432111
  • Síðasti notkunardagur: 04.04.2022 og 06.04.2022
  • Geymsluskilyrði: Kælivara
  • Strikamerki: 5690350285346
  • Dreifing: Verslanir um allt land

Neytendur eiga ekki að neyta vörunnar heldur farga eða skila henni í næstu verslun. Frekar upplýsingar veitir Matfugl ehf. í síma 412-1400 eða sal@matfugl.is.

Lesa má um listeríu á vef Matvælastofnunar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×