Viðskipti innlent

Kristín Unnur og Einar Snær til Fossa markaða

Atli Ísleifsson skrifar
Kristín Unnur Mathiesen og Einar Snær Ásbjörnsson.
Kristín Unnur Mathiesen og Einar Snær Ásbjörnsson. Aðsend/Aldís Pálsdóttir

Kristín Unnur Mathiesen og Einar Snær Ásbjörnsson hafa verið ráðin til Fossa markaða. Þau munu þar starfa sem miðlarar og mun Kristín Unnur bera ábyrgð á samskiptum við alþjóðlega viðskiptavini (e. Head of Global Sales).

Í tilkynningu segir að Kristín Unnur komi til félagsins eftir fimm ár hjá JP Morgan í Lundúnum og Einar Snær frá viðskiptavakt Landsbankans þar sem hann hafi starfað frá því hann lauk námi 2020.

„Einar er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Samhliða námi kenndi hann dæmatíma í verðmati fyrirtækja.

Kristín Unnur er með margra ára starfsreynslu af alþjóðafjármálamörkuðum. Áður en hún gekk til liðs við Fossa starfaði Kristín Unnur frá 2017 til 2022 sem Associate við Emerging Markets Hedge Fund Sales hjá JP Morgan í Lundúnum. Hún er með B.Sc. gráðu í Business Management frá King’s College London og hefur viðurkennd starfsréttindi frá FCA í Bretlandi,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×