Klinkið

Einar Egils og Guðjón til Skots

Ritstjórn Innherja skrifar
Einar Egilsson og Guðjón Jónsson eru nýir liðsmenn framleiðslufyrirtækisins Skots.
Einar Egilsson og Guðjón Jónsson eru nýir liðsmenn framleiðslufyrirtækisins Skots.

Leikstjórarnir Guðjón Jónsson og Einar Egilsson hafa gengið til liðs við framleiðslufyrirtækið Skot Productions.

Guðjón er einn reynslumesti leikstjóri landsins með meira en tíu ára reynslu af kvikmyndagerð.

Einar hefur mestmegnis leikstýrt tónlistarmyndböndum bæði hér heima og erlendis en tók stökkið yfir í auglýsingabransann í sumar.

Þeir Guðjón og Einar bætast í hóp leikstjóra sem fyrir eru hjá Skoti sem er í örum vexti. Þeir eru Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson, Þóra Hilmarsdóttir, Fannar Sveinsson, Haukur Björgvinsson og Guðný Rós Þórhallsdóttir.

Skot Productions er framleiðslufyrirtæki á sviði auglýsinga og sjónvarpsefnis. Skot er í eigu áðurnefndra leikstjóra, Samúels og Gunnars, og einnig Hlyns Sigurðssonar og Ingu Lindar Karlsdóttur.

Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×