Erlent

Ráðleggingar Erdogan fóru inn um eitt eyra og út um hitt

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Leiðtogarnir ræddu saman í síma í dag en þessi mynd af vinunum var tekin í fyrra.
Leiðtogarnir ræddu saman í síma í dag en þessi mynd af vinunum var tekin í fyrra. AP/Vladimir Smirnov

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hvatti Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag til að lýsa yfir vopnahléi í Úkraínu, hleypa almennum borgurum í öruggt skjól og komast að friðarsamkomulagi við Úkraínumenn.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu tyrkneska forsetaembættisins sem send var út í kjölfar fundar leiðtoganna. Samkvæmt henni sagðist Erdogan vera reiðubúinn til að aðstoða aðila við að komast að friðsamlegri lausn í deilunni.

Forsetinn sagðist einnig telja að það myndi draga úr áhyggjum manna ef vopnahléi yrði komið á og sagðist hafa hvatt til þess að ríkin ynnu saman til að greiða leiðina að friði.

Það er ekki að sjá að orð Erdogan hafi haft mikil áhrif á Pútín en stjórnvöld í Moskvu sendu sömuleiðis frá sér tilkynningu eftir fundinn, þar sem þau sögðust aðeins myndu láta af hernaðaraðgerðum í Úkraínu að því gefnu að Úkraínumenn gæfust upp og gengu að kröfum Rússa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×