Neytendur

Orms­son laust úr skamma­krók Neyt­enda­sam­takanna

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
„Neytendasamtökin fagna ákvörðun Ormssonar og hvetja önnur fyrirtæki til að feta í fótspor þeirra og fylgja úrskurði kærunefndarinnar,“ segir nú á vef Neytendasamtakanna.
„Neytendasamtökin fagna ákvörðun Ormssonar og hvetja önnur fyrirtæki til að feta í fótspor þeirra og fylgja úrskurði kærunefndarinnar,“ segir nú á vef Neytendasamtakanna.

Neytendasamtökin hafa tekið Ormsson af listanum yfir þá „svörtu sauði“ sem ekki hafa hlýtt niðurstöðum kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Nýir eigendur tóku við fyrirtækinu í fyrra og hafa gert upp umrætt mál.

Í tilkynningu á vef Neytendasamtakanna segir að nýir eigendur Ormsson telji það ekki samræmast gildum fyrirtækisins að eiga í útistöðum við viðskiptavini sína og að þeir hafi ákveðið að una niðurstöðu kærunefndarinnar.

Vísir ræddi við Sigrúnu L. Sigurjónsdóttur, fjármálastjóra fyrirtækisins, sem sagði umrætt mál hafa verið gert upp þannig að allir hefðu gengið sáttir frá borði. 

Málið varðaði gallaða þvottavél.

Fréttastofa greindi frá því fyrr í dag að Neytendasamtökin hefðu í gær birt lista yfir sjö fyrirtæki sem hefðu verið sett í „skammakrókinn“ fyrir að fara ekki að niðurstöðum kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. 

Voru neytendur varaðir við því að versla við umrædd fyrirtæki.

Í tilkynningu samtakanna var greint frá því að upphæðir í umræddum málum væru ekki nógu háar til að fólk sæi sér hag í því að leita til dómstóla, jafnvel þótt líklega myndu málin vinnast, og þeirri spurningu varpað fram hvort nauðsynlegt væri að koma á fót svokölluðum smákrafnarétti.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×