Klinkið

Íslendingur tekur við stjórnartaumum útgerðarrisa í Bandaríkjunum

Ritstjórn Innherja skrifar
Einar Gústafsson var stjórnandi hjá Bakkavör um langt skeið.
Einar Gústafsson var stjórnandi hjá Bakkavör um langt skeið.

Bandaríski útgerðarrisinn American Seafood Group, sem er eitt stærsta fyrirtækið á heimsvísu í veiðum á Alaskaufsa og Kyrrahafslýsingi, hefur ráðið Íslendinginn Einar Gústafsson sem forstjóra.

Einar starfaði um 15 ára skeið sem framkvæmdastjóri breska matvælafyrirtækisins Bakkavarar í Asíu en síðustu tvö ár hefur hann starfað sem forstjóri Gong Cha, sem framleiðir freyðite (e. bubble tea), í Ameríku og Evrópu.

Eigandi American Seafood Group, framtakssjóðurinn Bregal Partners, hefur reynt að selja sjávarútvegsfyrirtækið í um þrjú ár án árangurs en nýlega hafa erlendir fjölmiðlar greint frá því að fyrirtækið sé að undirbúa sig fyrir miklar yfirtökur í sjávarútvegi.


Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×