Hlutabréfamarkaðir rauðir en olía og gull rýkur upp Eiður Þór Árnason skrifar 24. febrúar 2022 11:21 Verðbréfasali í Frankfurt. Innrás Rússa hefur haft mikil áhrif á markaði víða um heim. Getty/Arne Dedert Verðið á Brent Norðursjávarolíu er komið upp fyrir hundrað Bandaríkjadali á tunnuna í fyrsta skipti frá árinu 2014 í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu sem talið er að geti haft áhrif á framboð olíu. Hlutabréfamarkaðir eru rauðir víðast hvar í dag og náði rússneska rúblan nýjum lægðum. Þá eru markaðir í Rússlandi og Úkraínu í frjálsu falli. Á sama tíma hafa fjárfestar leitað í gull, olíu og ríkisskuldabréf en gullverð hefur ekki verið hærra í meira en ár. Íslenska úrvalsvísitalan, OMXI10, hefur lækkað um og yfir 5% í fyrstu viðskiptum dagsins. Nær öll félög í á aðalmarkaði Kauphallarinnar hafa lækkað um meira en 1%. Hlutabréf í Icelandair og Marel hafa lækkað mest í Kauphöllinni eða um 5,48% og 6,74%. Rússneska MOEX-vísitalan hefur lækkað yfir 29% í dag en hlutabréf í kauphöllinni í Moskvu lækkuðu yfir 10% við opnun í morgun. Rússneski seðlabankinn fyrirskipaði þá bann við skortsölu og milliliðalausum verðbréfaviðskiptum. Þýska DAX-hlutabréfavísitalan hefur lækkað um 4,40% það sem af er degi. Viðskipti voru stöðvuð í PFTS kauphöllinni í Úkraínu í morgun. S&P 500 vísitalan hefur lækkað um 1,84%. Rúblan veiktist um nærri 7% í 86,98 gagnvart Bandaríkjadal og hefur verið aldrei verið lægri. Hún hækkaði upp í 84,27 eftir gjaldeyrisaðgerðir rússneska seðlabankans. Innrás Rússa í Úkraínu Kauphöllin Bensín og olía Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Hlutabréfamarkaðir eru rauðir víðast hvar í dag og náði rússneska rúblan nýjum lægðum. Þá eru markaðir í Rússlandi og Úkraínu í frjálsu falli. Á sama tíma hafa fjárfestar leitað í gull, olíu og ríkisskuldabréf en gullverð hefur ekki verið hærra í meira en ár. Íslenska úrvalsvísitalan, OMXI10, hefur lækkað um og yfir 5% í fyrstu viðskiptum dagsins. Nær öll félög í á aðalmarkaði Kauphallarinnar hafa lækkað um meira en 1%. Hlutabréf í Icelandair og Marel hafa lækkað mest í Kauphöllinni eða um 5,48% og 6,74%. Rússneska MOEX-vísitalan hefur lækkað yfir 29% í dag en hlutabréf í kauphöllinni í Moskvu lækkuðu yfir 10% við opnun í morgun. Rússneski seðlabankinn fyrirskipaði þá bann við skortsölu og milliliðalausum verðbréfaviðskiptum. Þýska DAX-hlutabréfavísitalan hefur lækkað um 4,40% það sem af er degi. Viðskipti voru stöðvuð í PFTS kauphöllinni í Úkraínu í morgun. S&P 500 vísitalan hefur lækkað um 1,84%. Rúblan veiktist um nærri 7% í 86,98 gagnvart Bandaríkjadal og hefur verið aldrei verið lægri. Hún hækkaði upp í 84,27 eftir gjaldeyrisaðgerðir rússneska seðlabankans.
Innrás Rússa í Úkraínu Kauphöllin Bensín og olía Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira