Neytendur

Innköllun á kóreskum perum vegna ólöglegs skordýraeiturs

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kóresku perurnar innihalda skordýraeitur sem er ólöglegt að nota í matvælaframleiðslu. Tegundin á myndinni er ekki sú sama og sú sem er verið að innkalla.
Kóresku perurnar innihalda skordýraeitur sem er ólöglegt að nota í matvælaframleiðslu. Tegundin á myndinni er ekki sú sama og sú sem er verið að innkalla. Getty/Tim Boyle

Matvælastofnun hefur kallað inn kóreskar perur sem fluttar voru inn frá Kína vegna ólöglegs skordýraeiturs sem fannst í perunum. 

Þetta segir í tilkynningu frá Matvælastofnun en fyrirtækið Dai Phat hefur flutt perurnar inn og selt í versluninni Dai Phat Asian Supermarket í Faxafeni. 

Leifar af varnarefninu klórpyrifos fannst í perunum en það er ólöglegt að nota það í matvælaframleiðslu. Fyrirtækið hefur með aðstoð heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur kallað inn vöruna. 

Neytendur  sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða skila henni til verslunar gegn endurgreiðslu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×