Hætta aðkomu að Límtré Vírneti eftir ellefu ár Eiður Þór Árnason skrifar 20. janúar 2022 19:05 Starfsstöð Límtrés Vírnets á Flúðum. Vísir/Vilhelm Stekkur fjárfestingarfélag ehf. hefur keypt 35% hlut í iðnfyrirtækinu Límtré Vírneti. Fyrir átti Stekkur 45% hlut í félaginu og nemur eignarhlutur Stekks 80% eftir viðskiptin. Seljendur eru hjónin Hjörleifur Jakobsson og Hjördís Ásberg í gegnum félag sitt Bingo ehf. Hafa þau nú selt alla hluti sína í Límtré Vírneti eftir að hafa verið hluthafar í rúm ellefu ár. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Greint er frá þessu í tilkynningu en Límtré Vírnet framleiðir og selur vörur fyrir íslenskan byggingariðnað, á borð við stál- og álklæðningar, límtré og yleiningar úr íslenskri steinull. Höfuðstöðvar eru í Reykjavík en framleiðslu- og sölustöðvar eru reknar í Borgarnesi og á Flúðum. Spennandi tímar fram undan Guðlaug Kristbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdarstjóri Stekks og stjórnarformaður Límtré Vírnets, segir stjórnendur hafa óbilandi trú á fyrirtækinu sem hafi náð góðum árangri á undanförnum árum. „Það eru spennandi tímar framundan og teljum við að eftirspurn eftir umhverfisvænni íslenskri framleiðslu Límtré Vírnets muni halda áfram að vaxa. Reynsla viðskiptavina okkar er góð og sífellt fleiri velja okkar íslenska byggingarefni, enda gæðin óumdeild og þjónustan til fyrirmyndar. Við hlökkum mikið til að stýra félaginu inn í framtíðina, halda áfram að þróa nýjar lausnir og vaxa á því framkvæmdaskeiði sem er framundan,“ segir Guðlaug í tilkynningu. Hjörleifur Jakobsson, annar eigandi og stjórnarformaður Bingo, segir að hjónin vilji nú einbeita sér að færri kjarnaverkefnum. „Þetta hefur verið stórskemmtilegt verkefni þar sem fyrstu árin fóru í að ná utan um rekstur félagsins en síðan tók við stöðug uppbygging með breiðara vöruframboði sem leitt hefur til aukinnar veltu og bættrar afkomu. Fyrirtækið stendur vel, með frábæran hóp starfsmanna og stjórnenda, sterkan hluthafahóp og er í kjörstöðu til að nýta fjölbreytt tækifæri til sóknar. Ég vil þakka stjórnendum, starfsfólki og stjórn félagsins fyrir einstaklega ánægjulegt samstarf á síðastliðnum 11 árum og óska fyrirtækinu og hluthöfum þess velfarnaðar í frekari þróun Límtré Vírnets.” Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Seljendur eru hjónin Hjörleifur Jakobsson og Hjördís Ásberg í gegnum félag sitt Bingo ehf. Hafa þau nú selt alla hluti sína í Límtré Vírneti eftir að hafa verið hluthafar í rúm ellefu ár. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Greint er frá þessu í tilkynningu en Límtré Vírnet framleiðir og selur vörur fyrir íslenskan byggingariðnað, á borð við stál- og álklæðningar, límtré og yleiningar úr íslenskri steinull. Höfuðstöðvar eru í Reykjavík en framleiðslu- og sölustöðvar eru reknar í Borgarnesi og á Flúðum. Spennandi tímar fram undan Guðlaug Kristbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdarstjóri Stekks og stjórnarformaður Límtré Vírnets, segir stjórnendur hafa óbilandi trú á fyrirtækinu sem hafi náð góðum árangri á undanförnum árum. „Það eru spennandi tímar framundan og teljum við að eftirspurn eftir umhverfisvænni íslenskri framleiðslu Límtré Vírnets muni halda áfram að vaxa. Reynsla viðskiptavina okkar er góð og sífellt fleiri velja okkar íslenska byggingarefni, enda gæðin óumdeild og þjónustan til fyrirmyndar. Við hlökkum mikið til að stýra félaginu inn í framtíðina, halda áfram að þróa nýjar lausnir og vaxa á því framkvæmdaskeiði sem er framundan,“ segir Guðlaug í tilkynningu. Hjörleifur Jakobsson, annar eigandi og stjórnarformaður Bingo, segir að hjónin vilji nú einbeita sér að færri kjarnaverkefnum. „Þetta hefur verið stórskemmtilegt verkefni þar sem fyrstu árin fóru í að ná utan um rekstur félagsins en síðan tók við stöðug uppbygging með breiðara vöruframboði sem leitt hefur til aukinnar veltu og bættrar afkomu. Fyrirtækið stendur vel, með frábæran hóp starfsmanna og stjórnenda, sterkan hluthafahóp og er í kjörstöðu til að nýta fjölbreytt tækifæri til sóknar. Ég vil þakka stjórnendum, starfsfólki og stjórn félagsins fyrir einstaklega ánægjulegt samstarf á síðastliðnum 11 árum og óska fyrirtækinu og hluthöfum þess velfarnaðar í frekari þróun Límtré Vírnets.”
Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira