Viðskipti erlent

Auð­æfi tíu ríkustu manna heims tvö­faldast í heims­far­aldrinum

Gunnar Reynir Valþórsson og Atli Ísleifsson skrifa
Auðæfi Elons Musk, stofnanda Teslu og Space X, hafa vaxið gríðarlega á tímum heimsfaraldursins.
Auðæfi Elons Musk, stofnanda Teslu og Space X, hafa vaxið gríðarlega á tímum heimsfaraldursins. EPA

Kórónuveirufaraldurinn hefur leitt til þess að ríkasta fólk jarðar hefur orðið enn ríkara á meðan það fjölgar í þeim hópi sem lifir undir fátæktarmörkum.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu mannréttindasamtakana Oxfam. Samkvæmt skýrslunni hefur auður tíu ríkustu manna heims meira en tvöfaldast frá því í mars 2020 þegar veiran fór fyrst að láta á sér kræla svo tekið var eftir.

Yfirmaður Oxfam í Bretlandi, Danny Sriskandarajah segir að þróunin hafi aldrei áður verið eins á síðasta ári. Hann segir að næstum á hverjum degi hafi bæst í hóp þeirra sem teljast til milljarðamæringa, en á sama tíma hafi 99 prósent mannkyns það verr en áður, vegna sóttvarnatakmarkana og samdráttar í verslun og túrisma.

Þetta þýðir að sögn skýrsluhöfunda að um 160 milljónir manna bæst í hóp þeirra sem teljast til fátækra.

Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins er einnig tekið fram að auðsöfnunin hafi þó verið misjöfn hjá þessum tíu ríkustu mönnum heims.

Þannig hafi auður Elon Musk, stofnanda Tesla, aukist um þúsund prósent á meðan auðævi Bill Gates, stofnanda Microsoft, hafa aðeins vaxið um þrjátíu prósent.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.