EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: „Getum klárlega ekki spilað svona opna vörn á móti Hollendingunum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. janúar 2022 11:35 Íslenska vörnin þarf að passa sig á Kay Smits (nr. 31) en hann skoraði 11 mörk gegn Ungverjalandi. EPA-EFE/Tamas Kovacs Farið var yfir hollenska landsliðið í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar að loknum glæstum sigri á Portúgal í fyrstu umferð riðlakeppni EM í handbolta. Hvað þarf Ísland að varast í leik kvöldsins? „Það er algjört lykilatriði hvernig Elvar Örn (Jónsson) verður í næsta leik. Í Hollandi erum við að fara keppa við miðjumann sem er ekkert minna en stórkostlegur. Luc Steins er ofboðslega fljótur og það er ekkert smá verkefni fyrir Elvar Örn að vinna hann maður á mann ítrekað í leiknum,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson um verkefni kvöldsins. „Við getum klárlega ekki spilað svona opna vörn á móti Hollendingunum,“ bætti Róbert Gunnarsson við áður en Ásgeir Örn tók aftur orðið. „Við getum ekki byrjað þetta eins og gegn Portúgal. Svo í seinni hálfleik fórum við aðeins neðar, þéttum okkur dálítið og ég hugsa að það sé það sem ætti að vera uppleggið gegn Hollendingunum. Við verðum aðeins aftar.“ „Svo má ekki gleyma því að Hollendingar eru með rosalega flotta hægri skyttu sem spilar með Ómari Inga (Magnússyni) í Magdeburg. Það sýnir hversu vel Magdeburg er sett með örvhenta leikmann þar sem Kay Smits skoraði 11 mörk gegn Ungverjum. Var í Holstebro í Danmörku á sama tíma og ég var þar og spilaði stórkostlega með þeim,“ sagði Róbert Gunnarsson að endingu. Þátt EM-hlaðvarps Seinni bylgjunnar má hlusta á hér að neðan en umræðan um Holland byrjar eftir rétt tæplega 33 mínútur. Þar fara þeir Stefán Árni Pálsson, Ásgeir Örn og Róbert yfir málin. Leikur Íslands og Hollands hefst klukkan 19.30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Handbolti EM karla í handbolta 2022 Seinni bylgjan Tengdar fréttir EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar um Ómar Inga: Hann var alveg geggjaður í leiknum „Við höfðum áhyggjur af því í upphitunarþættinum að þetta yrði svolítið mikið á herðum Arons (Pálmarssonar, fyrirliða Íslands) en það var alls ekki tilfellið gegn Portúgal. Ómar Ingi (Magnússon) sem við vorum að kalla eftir steig upp og var ofboðslega flottur í þessum leik.“ 15. janúar 2022 23:01 EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Slæmi kaflinn kom aldrei Ísland vann góðan fjögurra marka sigur á Portúgal í fyrsta leik Evrópumótsins í handbolta á föstudagskvöld. Hinn margumtalaði „slæmi kafli“ kom aldrei hjá íslenska liðinu. 15. janúar 2022 12:16 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
„Það er algjört lykilatriði hvernig Elvar Örn (Jónsson) verður í næsta leik. Í Hollandi erum við að fara keppa við miðjumann sem er ekkert minna en stórkostlegur. Luc Steins er ofboðslega fljótur og það er ekkert smá verkefni fyrir Elvar Örn að vinna hann maður á mann ítrekað í leiknum,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson um verkefni kvöldsins. „Við getum klárlega ekki spilað svona opna vörn á móti Hollendingunum,“ bætti Róbert Gunnarsson við áður en Ásgeir Örn tók aftur orðið. „Við getum ekki byrjað þetta eins og gegn Portúgal. Svo í seinni hálfleik fórum við aðeins neðar, þéttum okkur dálítið og ég hugsa að það sé það sem ætti að vera uppleggið gegn Hollendingunum. Við verðum aðeins aftar.“ „Svo má ekki gleyma því að Hollendingar eru með rosalega flotta hægri skyttu sem spilar með Ómari Inga (Magnússyni) í Magdeburg. Það sýnir hversu vel Magdeburg er sett með örvhenta leikmann þar sem Kay Smits skoraði 11 mörk gegn Ungverjum. Var í Holstebro í Danmörku á sama tíma og ég var þar og spilaði stórkostlega með þeim,“ sagði Róbert Gunnarsson að endingu. Þátt EM-hlaðvarps Seinni bylgjunnar má hlusta á hér að neðan en umræðan um Holland byrjar eftir rétt tæplega 33 mínútur. Þar fara þeir Stefán Árni Pálsson, Ásgeir Örn og Róbert yfir málin. Leikur Íslands og Hollands hefst klukkan 19.30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Handbolti EM karla í handbolta 2022 Seinni bylgjan Tengdar fréttir EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar um Ómar Inga: Hann var alveg geggjaður í leiknum „Við höfðum áhyggjur af því í upphitunarþættinum að þetta yrði svolítið mikið á herðum Arons (Pálmarssonar, fyrirliða Íslands) en það var alls ekki tilfellið gegn Portúgal. Ómar Ingi (Magnússon) sem við vorum að kalla eftir steig upp og var ofboðslega flottur í þessum leik.“ 15. janúar 2022 23:01 EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Slæmi kaflinn kom aldrei Ísland vann góðan fjögurra marka sigur á Portúgal í fyrsta leik Evrópumótsins í handbolta á föstudagskvöld. Hinn margumtalaði „slæmi kafli“ kom aldrei hjá íslenska liðinu. 15. janúar 2022 12:16 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar um Ómar Inga: Hann var alveg geggjaður í leiknum „Við höfðum áhyggjur af því í upphitunarþættinum að þetta yrði svolítið mikið á herðum Arons (Pálmarssonar, fyrirliða Íslands) en það var alls ekki tilfellið gegn Portúgal. Ómar Ingi (Magnússon) sem við vorum að kalla eftir steig upp og var ofboðslega flottur í þessum leik.“ 15. janúar 2022 23:01
EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Slæmi kaflinn kom aldrei Ísland vann góðan fjögurra marka sigur á Portúgal í fyrsta leik Evrópumótsins í handbolta á föstudagskvöld. Hinn margumtalaði „slæmi kafli“ kom aldrei hjá íslenska liðinu. 15. janúar 2022 12:16