Strákarnir eru búnir að vera saman í tíu daga í hálfgerðri einagrun en það er góður andi.
„Það kemur auðvitað smá þreyta inn á milli sem er eðlilegt en við erum komnir núna á nýtt hótel í nýju landi“
Viggó hefur verið sívaxandi á síðustu árum og verið í lykilhlutverki hjá landsliðinu.
„Ég er í fínu formi og hef alveg jafnað mig af meiðslunum. Það hefur gengið vel hjá mér eftir meiðslin og ég er búinn að ná síðustu tíu leikjum í Bundesligunni.
Ég er fullur sjálfstrausts og klár í mótið.“
Það eru fjórar örvhentar skyttur í hópnum og baráttan hörð. Viggó er staðráðinn í að skila sínu.
„Ég vona að ég fái stórt hlutverk og svo er það undir mér komið að standa mig. Samkeppnin er ágæt hægra megin og þetta mun örugglega dreifast eitthvað.“