Toyota fallið úr toppsætinu og rafbílar sækja á Eiður Þór Árnason skrifar 4. janúar 2022 10:11 Yfir tveir af hverjum þremur nýjum fólksbílum var svokallaður nýorkubíll. Vísir/Vilhelm 1.826 Kia fólksbílar voru nýskráðir hérlendis á seinasta ári og var merkið það söluhæsta í fyrsta skipti með 14,3% hlutdeild af sölu nýrra fólksbíla. Næst á eftir kom Toyota með 1.790 nýskráða bíla og 14% hlutdeild en japanski framleiðandinn hefur setið efst á lista yfir vinsælustu fólksbíla Íslendinga samfleytt í um þrjá áratugi. Rafbílar voru 27,8% nýskráðra bíla á árinu, tengiltvinnbílar 26%, Hybrid bílar 18,2%, bensínbílar 15,8% og dísilbílar 12,2%. Greint er frá þessu í samantekt Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) sem byggir á upplýsingum frá Bílgreinasambandinu. Hyundai er í þriðja sæti með 1.133 nýskráða bíla og 8,9% hlutdeild og Tesla í fjórða sæti með 1.053 bíla og 8,2% hlutdeild. Að sögn FÍB hefur Kia verið á mikilli uppleið síðasta áratug og aukið söluna jafnt og þétt hér á landi. Framleiðandinn hefur síðustu ár verið í öðru sæti á eftir Toyota þegar kemur að fólksbílum. Ef sendi- og pallbílar eru sömuleiðis teknir með inn í reikninginn þá var Toyota áfram á toppnum á seinasta ári yfir vinsælasta bílaframleiðandann hér á landi. Mercedes-Benz var mest selda þýska lúxusbílamerkið annað árið í röð með 437 nýskráða fólksbíla á árinu. BMW kom í öðru sæti með 293 bíla og Audi í því þriðja með 195 bíla. Alls voru 12.769 nýskráðir fólksbílar á árinu 2021 samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins. 64% nýskráðra bíla fóru í almenna notkun, 34% til bílaleiga? og 1,1% í annað. Af bílaumboðunum er BL með flesta nýskráða fólksbíla, Bílaumboðið Askja er í öðru sæti og Toyota í því þriðja. Brimborg er í fjórða sæti og Hekla í fimmta sæti. Fréttin hefur verið uppfærð. Bílar Vistvænir bílar Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir Toyota seldi flest ökutæki en Kia seldi flesta fólksbíla í fyrra Flest nýskráð ökutæki á síðasta ári voru af Toyota gerð, eða 2145. Kia var í öðru sæti með 1983 nýskráð ökutæki ig Hyundai í þriðja sæti með 1603 ökutæki nýskráð á árinu, samkvæmt tölum á vef Samgöngustofu. Toyota hefur verið á toppnum í 32 ár samkvæmt tilkynningu frá Toyota umboðinu. Kia seldi hins vegar flest ökutæki í flokki fólksbíla eða 1980 á meðan Toyota er í örðu sæti í flokki fólksbíla með 1890 selda á árinu. 3. janúar 2022 07:01 Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Sjá meira
Rafbílar voru 27,8% nýskráðra bíla á árinu, tengiltvinnbílar 26%, Hybrid bílar 18,2%, bensínbílar 15,8% og dísilbílar 12,2%. Greint er frá þessu í samantekt Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) sem byggir á upplýsingum frá Bílgreinasambandinu. Hyundai er í þriðja sæti með 1.133 nýskráða bíla og 8,9% hlutdeild og Tesla í fjórða sæti með 1.053 bíla og 8,2% hlutdeild. Að sögn FÍB hefur Kia verið á mikilli uppleið síðasta áratug og aukið söluna jafnt og þétt hér á landi. Framleiðandinn hefur síðustu ár verið í öðru sæti á eftir Toyota þegar kemur að fólksbílum. Ef sendi- og pallbílar eru sömuleiðis teknir með inn í reikninginn þá var Toyota áfram á toppnum á seinasta ári yfir vinsælasta bílaframleiðandann hér á landi. Mercedes-Benz var mest selda þýska lúxusbílamerkið annað árið í röð með 437 nýskráða fólksbíla á árinu. BMW kom í öðru sæti með 293 bíla og Audi í því þriðja með 195 bíla. Alls voru 12.769 nýskráðir fólksbílar á árinu 2021 samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins. 64% nýskráðra bíla fóru í almenna notkun, 34% til bílaleiga? og 1,1% í annað. Af bílaumboðunum er BL með flesta nýskráða fólksbíla, Bílaumboðið Askja er í öðru sæti og Toyota í því þriðja. Brimborg er í fjórða sæti og Hekla í fimmta sæti. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bílar Vistvænir bílar Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir Toyota seldi flest ökutæki en Kia seldi flesta fólksbíla í fyrra Flest nýskráð ökutæki á síðasta ári voru af Toyota gerð, eða 2145. Kia var í öðru sæti með 1983 nýskráð ökutæki ig Hyundai í þriðja sæti með 1603 ökutæki nýskráð á árinu, samkvæmt tölum á vef Samgöngustofu. Toyota hefur verið á toppnum í 32 ár samkvæmt tilkynningu frá Toyota umboðinu. Kia seldi hins vegar flest ökutæki í flokki fólksbíla eða 1980 á meðan Toyota er í örðu sæti í flokki fólksbíla með 1890 selda á árinu. 3. janúar 2022 07:01 Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Sjá meira
Toyota seldi flest ökutæki en Kia seldi flesta fólksbíla í fyrra Flest nýskráð ökutæki á síðasta ári voru af Toyota gerð, eða 2145. Kia var í öðru sæti með 1983 nýskráð ökutæki ig Hyundai í þriðja sæti með 1603 ökutæki nýskráð á árinu, samkvæmt tölum á vef Samgöngustofu. Toyota hefur verið á toppnum í 32 ár samkvæmt tilkynningu frá Toyota umboðinu. Kia seldi hins vegar flest ökutæki í flokki fólksbíla eða 1980 á meðan Toyota er í örðu sæti í flokki fólksbíla með 1890 selda á árinu. 3. janúar 2022 07:01