Innherji

Gefa út ríkisbréf fyrir 160 milljarða og kynna mun lengri flokka

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Ekki er útilokað að gefinn verði út stuttur verðtryggður skuldabréfaflokkur.
Ekki er útilokað að gefinn verði út stuttur verðtryggður skuldabréfaflokkur.

Ársáætlun í lánamálum ríkissjóðs fyrir árið 2022, sem var birt rétt fyrir áramót, gerir ráð fyrir útgáfu ríkisbréfa fyrir um 160 milljarða króna. Heildarútgáfa ársins verður því 20 milljörðum lægri en árið 2022.

Einnig kemur til greina, að því er kemur fram í áætluninni, að mæta lánsfjárþörfinni með því að auka ríkisvíxlaútgáfu og hagnýta erlendar innistæður á viðskiptareikningi ríkissjóðs hjá Seðlabanka Íslands. Í lok nóvember 2021 námu þær 306 milljörðum króna.

Fyrirhugað er að gefa út nýjan tuttugu ára óverðtryggðan flokk á árinu, sem og nýjan fimmtán ára verðtryggðan flokk. Til samanburðar eru lengsti flokkurinn í dag til tíu ára. 

Jafnframt er til skoðunar að gefa út græn skuldabréf undir sjálfbærum fjármögnunarramma ríkissjóðs og ekki er útilokað að gefinn verði út stuttur verðtryggður skuldabréfaflokkur.

Tvö erlend lán eru á gjalddaga á árinu 2022. Annað er lán í evrum að jafngildi 73,5 milljarðar króna en hitt er erlent lán í dollurum að jafngildi 11,9 milljarðar króna.´


Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×