Viðskipti innlent

Ís­lands­banki styttir opnunar­tíma

Árni Sæberg skrifar
Höfuðstöðvar Íslandsbanka að Hagasmára í Kópavogi.
Höfuðstöðvar Íslandsbanka að Hagasmára í Kópavogi. Vísir/Vilhelm

Frá og með áramótum opna flest útibú Íslandsbanka ekki fyrr en klukkan 10:00 og loka klukkan 16:00. Á Egilsstöðum og Ísafirði verður opið milli 11:00 og 15:00 og á Reyðarfirði í aðeins þrjá klukkutíma milli 12:00 og 15:00.

Um er að ræða styttingu á opnunartíma um eina klukkustund í flestum útibúum. Viðskiptavinum bankans á Egilsstöðum gæti brugðið í brún við breytingarnar en opnunartími útibúsins þar styttist um heilar þrjár klukkustundir. 

Á Reyðarfirði styttist opnunartími um hálftíma en helst óbreyttur á Ísafirði.

Í tilkynningu á vef Íslandsbanka segir að breytingin sé gerð til að veita starfsfólki aukið svigrúm til að afgreiða erindi skjótt í morgunsárið.

„Umfangsmikli þróun rafrænna þjónustulausna á undanförnum misserum samhliða mikilli fækkun heimsókna í útibú hefur orðið til þess að sífellt fleiri kjósa að sinna sínum helstu daglegu bankaviðskiptum í appi eða í netbanka,“ segir í tilkynningunni.

Þá er bent á að ráðgjafaver bankans sé eftir sem áður opið milli 09:00 og 16:00 og að sjallmennið Fróði sé aðgengilegt allan sólarhringinn.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.