Umræðan

Kæfandi faðmur Svandísar

Elías Blöndal Guðjónsson skrifar

Allir þeir sem stunda einhvers konar rekstur vita að farsæld byggir á að eigendur og/eða stjórnendur viti hvað þeir eru að fást við. Engu að síður kýs þjóðin á fjögurra ára fresti einstaklinga til að fara með yfirstjórn hinna ólíkustu mála sem eru jafn staðfastir í trúnni á eigin getu eins og þeir eru blindir á veruleikann.

Í lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40 frá árinu 2007 segir að ráðherra fari með yfirstjórn heilbrigðismála. Þar segir líka að ráðherra marki stefnu um heilbrigðisþjónustu og að honum sé heimilt að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að framfylgja þeirri stefnu að því er varðar skipulag, forgangsröðun, hagkvæmni, öryggi og aðgengi.

Í viðtali á Vísi frá 19. nóvember sl. gagnrýnir Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans, stefnu Svandísar Svavarsdóttur þáverandi heilbrigðisráðherra þar sem að þar liggi fjórum sinnum fleiri í bið eftir plássi á hjúkrunarheimili en þeir sem liggja þar inni með Covid. Aðspurð um þá gagnrýni segir Svandís: „Sko, það kann að vera og það er svo sem ekki mitt að meta það“.

Af málflutningi Svandísar hlýtur að mega ætla að hún skilji ekki þá ráðherraábyrgð sem henni var falin eða að hún hafi einfaldlega ekki haft burði til að axla þá ábyrgð.

Í viðtali á Vísi frá 20. nóvember sl. segist Svandís óttast að Landspítalinn virki fráhrindandi sem vinnustaður fyrir ungt fólk og kallar eftir að „stjórnvöld“ (þ.e. hún sjálf) og stjórnendur spítalans leggi við hlustir. Von um úrbætur er hins vegar harla lítil þegar haft er í huga að ráðherrann veit ekki einu sinni að stefnan er á hennar ábyrgð.

Af málflutningi Svandísar hlýtur að mega ætla að hún skilji ekki þá ráðherraábyrgð sem henni var falin eða að hún hafi einfaldlega ekki haft burði til að axla þá ábyrgð.

Allir þeir sem stunda einhvers konar rekstur vita að farsæld byggir á að eigendur og/eða stjórnendur viti hvað þeir eru að fást við. Engu að síður kýs þjóðin á fjögurra ára fresti einstaklinga til að fara með yfirstjórn hinna ólíkustu mála sem eru jafn staðfastir í trúnni á eigin getu eins og þeir eru blindir á veruleikann.

Lesendur geta svo látið hugann reika um trúverðugleika fullyrðingar Svandísar um að „íslensk heilbrigðisþjónusta er í hæsta gæðaflokki á heimsvísu,“ svona eins og íslenskur landbúnaður sem er hin atvinnugreinin sem sem stjórnmálamenn reka undir formerkjum miðstýringar og áætlunarbúskapar.

Nýlega tilkynnti Svandís að skattgreiðendur myndu í hennar umboði niðurgreiða köfnunarefnisáburð fyrir bændur. Að skattgreiðendur njóti ekki vafans hjá VG-liðum er auðvitað engin frétt frekar en að náttúran njóti vafans í samræmi við aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.

Aðkoma stjórnmálamanna milli þeirra sem vilja veita heilbrigðisþjónustu eða framleiða matvæli og viðskiptavina er að öllu leyti til óþurftar.

Þar segir að „unnið [verði] að því að draga úr innflutningi og notkun tilbúins áburðar og sett töluleg markmið um það.” Niðurgreiðslu „tölurnar“ liggja þó ekki fyrir. Í skýrslunni er minnst á að „ímynd Íslands sé brothætt“ en lífræn matvælaframleiðsla er undirstöðuatriði í landbúnaði í þeim greinum sem stíla inn á virðisaukandi framleiðslu í stað magnframleiðslu.

Kjarni málsins er að aðkoma stjórnmálamanna milli þeirra sem annars vegar vilja veita heilbrigðisþjónustu eða framleiða matvæli og hins vegar viðskiptavina er að öllu leyti til óþurftar.

Höfundur er viðskiptavinur íslensks landbúnaðar og heilbrigðiskerfis.


Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Umræðan

Sjá meira


×