Viðskipti innlent

Tekur við þróunar­sviði Orkunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Jóhanna Margrét Gísladóttir.
Jóhanna Margrét Gísladóttir. Orkan

Jóhanna Margrét Gísladóttir hefur hafið störf sem framkvæmdastjóri þróunarsviðs Orkunnar, dótturfélags Skeljungs.

Í tilkynningu segir að Jóhanna hafi síðan í mars stýrt markaðsmálum og ýmsum verkefnum á einstaklingssviði Skeljungs. 

„Þar áður starfaði hún sem dagskrárstjóri Stöðvar 2 hjá Sýn og framkvæmdastjóri sjónvarpssviðs hjá 365 miðlum. Jóhanna er rekstrarverkfræðingur frá Duke háskóla í Bandaríkjunum.“

Orkan rekur fjölorkustöðvar og verslanir undir merkjum Orkunnar, verslanir 10-11 og Extra. Auk þess tilheyra Löður, Lyfsalinn, Lyfjaval og Gló samstæðu Orkunnar. Þróunarsviði Orkunnar tilheyra markaðsmál, þjónusta, upplýsingatækni og stafræn þróun.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.