Viðskipti innlent

Síðasta A380-þotan af­hent eig­enda

Atli Ísleifsson skrifar
Fyrsta A380 vélin var tekin í notkun í áætlunarflugi árið 2007, en alls hafa verið smíðaðar 251 vél.
Fyrsta A380 vélin var tekin í notkun í áætlunarflugi árið 2007, en alls hafa verið smíðaðar 251 vél. EPA

Síðasta Airbus A380 hefur nú verið smíðuð og var afhent nýjum eigendum í dag. Það er flugfélagið Emirates með höfuðstöðvar í Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem er eigandi vélarinnar, en félagið er eigandi um helmings þeirra A380-þota sem hafa verið framleiddar.

BBC segir frá því að um mikil tímamót sé að ræða, en A380 verður áfram í notkun en alls er óvíst um framtíð vélanna. 

Emirates hyggst þó áfram nota A380 en fjöldi annarra flugfélaga hættu að nota A380 vélarnar í heimsfaraldrinum og er þegar búið að leggja nokkrum þeirra.

A380 er stærsta farþegaþotan sem er í notkun, en vélin flytur alla jafna 545 farþega. Samkvæmt teikningum getur hún þó flutt allt að 853 farþega.

Farþegarými vélarinnar er á tveimur hæðum. Vélin er með fjóra hreyfla og áttatíu metra vænghaf. Hámarksþyngd við flugtak er 560 tonn.

Fyrsta A380 vélin var tekin í notkun í áætlunarflugi árið 2007, en alls hafa verið smíðaðar 251 vél.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×