Rúmlega helmingur afgönsku þjóðarinnar háður matvælaaðstoð Heimsljós 15. desember 2021 10:46 WFP Framkvæmdastjóri WFP segir ástandið í Afganistan skelfilegt. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) er í kapphlaupi við tímann við að afstýra hörmungum milljóna íbúa Afganistan. Um 23 milljónir, rúmlega helmingur þjóðarinnar, býr við alvarlegan matarskort á sama tíma og vetur gengur í garð og hitastig fellur niður fyrir frostmark. „Það sem er að gerast í Afganistan er einfaldlega skelfilegt,“ segir David Beasley framkvæmdastjóri WFP sem er nýkominn úr heimsókn til landsins. „Ég hitti fjölskyldur þar sem enginn er í vinnu, ekkert reiðufé, enginn matur, mæður selja eitt barn til að fæða annað og heppnu börnin eru þau sem komast á sjúkrahús. Heimurinn getur ekki horft í aðra átt meðan afganska þjóðin sveltur.“ Mary-Ellen NcGroarty umdæmisstjóri WFP í Afganistan sagði í gær að Afganistan stæði frammi fyrir hungri og sárafátækt í þeim mæli sem hún hafi ekki séð á þeim rúmlega tveimur áratugum sem hún hefur starfað í landinu. Ný könnun WFP meðal Afgana sýnir að 98 prósent íbúa fá ekki nóg að borða, 17 prósent fleiri en fyrir þremur mánuðum. WFP kallar eftir 2,6 milljörðum bandarískra dala til lífsbjargandi aðgerða á næsta ári í Afganistan. Að mati stofnunarinnar hefur neyðin þrefaldast á skömmum tíma. Hallærið eykst nú þegar vetur er genginn í garð en WFP hyggst veita 23 milljónum íbúa aðstoð í janúarmánuði svo fremi að fjármögnun verði tryggð. Á þessu ári hefur stofnunin stutt við bakið á 15 milljónum íbúa. WFP er ein af áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð. Íslensk stjórnvöld veita kjarnaframlög til WFP í formi mannúðaraðstoðar samkvæmt rammasamningi. Ísland svarar einnig neyðarköllum frá stofnuninni eftir föngum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Afganistan Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) er í kapphlaupi við tímann við að afstýra hörmungum milljóna íbúa Afganistan. Um 23 milljónir, rúmlega helmingur þjóðarinnar, býr við alvarlegan matarskort á sama tíma og vetur gengur í garð og hitastig fellur niður fyrir frostmark. „Það sem er að gerast í Afganistan er einfaldlega skelfilegt,“ segir David Beasley framkvæmdastjóri WFP sem er nýkominn úr heimsókn til landsins. „Ég hitti fjölskyldur þar sem enginn er í vinnu, ekkert reiðufé, enginn matur, mæður selja eitt barn til að fæða annað og heppnu börnin eru þau sem komast á sjúkrahús. Heimurinn getur ekki horft í aðra átt meðan afganska þjóðin sveltur.“ Mary-Ellen NcGroarty umdæmisstjóri WFP í Afganistan sagði í gær að Afganistan stæði frammi fyrir hungri og sárafátækt í þeim mæli sem hún hafi ekki séð á þeim rúmlega tveimur áratugum sem hún hefur starfað í landinu. Ný könnun WFP meðal Afgana sýnir að 98 prósent íbúa fá ekki nóg að borða, 17 prósent fleiri en fyrir þremur mánuðum. WFP kallar eftir 2,6 milljörðum bandarískra dala til lífsbjargandi aðgerða á næsta ári í Afganistan. Að mati stofnunarinnar hefur neyðin þrefaldast á skömmum tíma. Hallærið eykst nú þegar vetur er genginn í garð en WFP hyggst veita 23 milljónum íbúa aðstoð í janúarmánuði svo fremi að fjármögnun verði tryggð. Á þessu ári hefur stofnunin stutt við bakið á 15 milljónum íbúa. WFP er ein af áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð. Íslensk stjórnvöld veita kjarnaframlög til WFP í formi mannúðaraðstoðar samkvæmt rammasamningi. Ísland svarar einnig neyðarköllum frá stofnuninni eftir föngum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Afganistan Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent