Innlent

Nýgengi smita langlægst hjá þeim sem hafa fengið þriðja skammtinn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Innlend tölfræði sýnir ótvíræðan ávinning bólusetninga.
Innlend tölfræði sýnir ótvíræðan ávinning bólusetninga. Vísir/Vilhelm

Fjórtán daga nýgengi á hverja 100.000 er nú 751 hjá óbólusettum fullorðnum einstaklingum, 478 hjá fullbólusettum og 56 hjá þeim sem hafa fengið þrjá skammta af bóluefnum.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Þar kemur fram að þeir sem hafa fengið svokallaðan örvunarskammt séu 90 prósent betur varðir eftir þriðja skammtinn en eftir skammt númer tvö. Þetta er haft eftir Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands.

Athygli vekur að samkvæmt upplýsingum á vefnum covid.is er nýgengi smita hæst meðal barna sem eru fædd árið 2006 og síðar og eru ekki fullbólusett; það er 953,7.

Þá er fjórtán daga nýgengi innlagna á hverja 100.000 íbúa 0,5 hjá fullorðnum sem hafa fengið örvunarskammt, 5,9 hjá þeim sem eru fullbólusettir og 34 hjá þeim sem eru ekki fullbólusettir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×