Atvinnulíf

„Ætli ég væri þá ekki eins og Julia Roberts í Eat, Pray and Love“

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Nína Björk Gunnarsdóttir ljósmyndari, sölufulltrúi á fasteignasölunni Garði og jógakennari. Nína ætlar í nám í löggilta fasteignasalanum næsta haust og stefnir líka á að fara aftur í ferðaþjónustuna á Ítalíu þegar færi gefst. Það besta sem Nína hefur þó gert fyrir sjálfan sig er að fara í jógakennaranám en ef hún væri karakter í kvikmynd segir hún að eflaust væri hún eins og Julia Roberts í kvikmyndinni Eat, Pray and Love.
Nína Björk Gunnarsdóttir ljósmyndari, sölufulltrúi á fasteignasölunni Garði og jógakennari. Nína ætlar í nám í löggilta fasteignasalanum næsta haust og stefnir líka á að fara aftur í ferðaþjónustuna á Ítalíu þegar færi gefst. Það besta sem Nína hefur þó gert fyrir sjálfan sig er að fara í jógakennaranám en ef hún væri karakter í kvikmynd segir hún að eflaust væri hún eins og Julia Roberts í kvikmyndinni Eat, Pray and Love. Vísir/Vilhelm

Nína Björk Gunnarsdóttir er ljósmyndari, jógakennari og sölufulltrúi á fasteignasölunni Garði. Hún stefnir á nám í löggilta fasteignasalanum næsta haust og aftur í ferðaþjónustu á Ítalíu þegar færi gefst. 

Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni.

Hvenær vaknar þú á morgnana? 

„Ég er bæði A og B týpa en ætli ég sé yfirleitt ekki komin á fætur fyrir hálf átta. Ég vek dóttur mína til að fara í skólann og sem betur fer er hún oftast mjög morgunhress. Því það að byrja daginn glaður og ánægður þýðir að dagurinn verður mun betri.“

Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana?

„Ég anda djúpt og býð góðan daginn. Fæ mér oftast góðan kaffibolla, fer í góða sturtu heima ef ég fer ekki í ræktina. Mér finnst rosalega gott að hreyfa mig áður ég fer í vinnuna og ná mögulega smá friðarstund með sjálfri mér.“

Ef þú værir karakter í frægri bíómynd, hver værir þú þá?

Það er erfitt að svara þessu en ætli ég væri þá ekki eins og Julia Roberts í Eat, Pray and Love.“

Nína Björk er með marga bolta á lofti og finnst líka langskemmtilegast að sinna mörgum ólíkum verkefnum, ekki síst ef þau eru skapandi og gefandi. Hún segir hláturinn besta fegrunarmeðalið sem til er og mælir með því að fólk horfi á það jákvæða og taki sjálfan sig ekki of hátíðlega. Í skipulagi heldur Nína Björk mest upp á gömlu góðu dagbókina.Vísir/Vilhelm

Í hvaða verkefnum ertu að vinna helst í þessa dagana?

„Ég er að vinna á fasteignasölunni Garði sem sölufulltrúi. Þar vinn ég með tveimur löggiltum fasteignasölum og skrifstofustjóra. Mín helstu verkefni þar er móttaka viðskiptavina, sýningar á opnu húsi og almenn þjónusta við viðskiptavini.

Góð samskiptafærni er mikill kostur og sú venja að sýna ábyrgð. Fasteignasali er löggilt starfsheiti og ég stefni á nám í því næsta haust. Ég er lærður ljósmyndari og myndirnar mínar má sjá á vefsíðunni ninabjork.is. Ég tek að mér ýmis ljósmyndaverkefni en aðallega mynda ég fólk.

Ég bjó á Ítalíu og þar vorum við maðurinn minn með sveitagistingu fyrir ferðamenn og störfuðum sem leigumiðlarar á lúxussvillum. Ég mun taka upp þráðinn með það um leið og hægt er.

Mér finnst lang skemmtilegast að vera upptekin við að sinna ólíkum verkefnum. Sérstaklega ef þau eru skapandi og gefandi.

Ég kláraði jógakennaranám fyrir stuttu síðan og það er það besta sem ég hef gert fyrir mig hingað til. Jóga er gott fyrir alla og það geta nefnilega allir stundað jóga. Að koma okkur í gott jafnvægi er svo mikilvægt.

Mér finnst jógafræðin brjálæðislega heillandi og rosalegt gott verkfæri til að vinna í sjálfum okkur. Jógakennari þarf að mér finnst að vera í eins góðu andlegu jafnvægi og því líkamlega. Ég meina þó alls ekki að við þurfum að vera eitthvað heilög, við erum öll bara mannleg í eðli okkar. '

Við eigum líka alls ekki að taka okkur of alvarlega heldur muna að hafa gaman og sjá það jákvæða í fari okkar. 

Hláturinn lengir lífið. Það er eitt mesta fegrunarmeðalið sem til er.“

Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu?

„Ég er mjög fyndin með dagbókina mína og skrifa oftast allt í hana. Pinterest nota ég mikið til að fá góðar hugmyndir. Google Calendar vinsælt til að bóka fundi og til að muna fram í tímann.

Dagbókin er samt svo sjarmerandi það er allt orðið svo rafrænt við verðum að halda smá í gamlar venjur. Mér finnst til dæmis allt öðruvísi að lesa eða skoða myndir rafrænt miðað við að hafa prentmiðil fyrir framan mig sem mér finnst smá vera deyja út, sem er sorglegt. Ég er viss um að öll þessi skjánotkun sé ekki góð fyrir okkur.“

Hvenær ferðu að sofa á kvöldin?

„Það er misjafnt en oftast milli klukkan ellefu og tólf. Ég get verið mjög kvöldsvæf en það er einnig pínu nátthrafn í mér. Hugsanlega hefur það með árstíðirnar okkar að gera. 

Á sumrin fyllist maður orku og þá þarf ég að sofa minna, nánast bjart allan sólahringinn. Veturnir eru dimmir sem gera mann þreyttan og þá þarf ég að sofa meira.“


Tengdar fréttir

Liverpool bestir í svarthvíta Finlux túbusjónvarpinu með pabba

Í fimmtán ár hefur Hugi Sævarsson, framkvæmdastjóri Birtingahússins, verið í karlahópi í ræktinni sem hefur það markmið að endast lengur á dansgólfinu en aðrir. Fótboltaáhuginn hefur fylgt honum alla tíð en í vinnunni leggur hann áherslu á forgangsröðun verkefna.

„Hvers vegna að vakna á Íslandi ef þú getur vaknað í Napolí?“

Hæstaréttarlögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segist vera allt múlígt maður á lögfræðiskrifstofunni sinni en segir vinnutímann oftast stjórnast af öðrum en honum sjálfum. Vilhjálmur dvelur langdvölum í Napólí á Ítalíu og segir að sá sem ekki elskar þá borg eigi hreinlega eftir að læra að elska lífið eða hefur farið of oft til Tenerife.

„Ég byrja á því að setja löppina utan um Bjössa minn“

Svava Johansen, forstjóri og eigandi NTC ehf., byrjar daginn á kúri með því að setja löppina utan um eiginmanninn. Hún leggur áherslu á að taka vel á móti hverjum degi; Býður góðan daginn og tekur eftir því ef sólarglæta skín inn um gluggann. 

„Ég er eiginlega bara partí plötusnúður“

Kristján Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Fiskikóngsisn og Heitirpottar.is, segist vakna á nóttunni enda vekjaraklukkan stillt á rúmlega klukkan fimm. Þá þarf að huga að hvernig bátum hefur gengið að afla. Eitt það skemmtilegasta sem Kristján gerir er að vera plötusnúður og skemmta fólki.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×