Erlent

Norwegian og SAS taka aftur upp grímuskyldu

Atli Ísleifsson skrifar
Þota SAS á Keflavíkurflugvelli.
Þota SAS á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm

Norrænu flugfélögin Norwegian og SAS hafa bæði ákveðið að taka upp grímuskyldu um borð í flugvélum sínum á nýjan leik

Flugfélögin tilkynntu í október síðastliðinn að búið væri að afnema grímuskyldu í meirihluta flugferða sinna, en nú hefur verið ákveðið að hverfa frá þeirri ákvörðun.

Þetta er gert í kjölfar aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar og segir í tilkynningum frá flugfélögunum segir að þetta sé talið vera það eina rétta í stöðunni.

Þá segir að grímuskyldan nái bæði til farþega og áhafnarmeðlima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×