Innherji

Kauphallarfélögin fá meiri vigt í vísitölu MSCI

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Íslenski hlutabréfamarkaðurinn var tekinn inn í vísitölur MSCI í maí á þessu ári.
Íslenski hlutabréfamarkaðurinn var tekinn inn í vísitölur MSCI í maí á þessu ári. VÍSIR/VILHELM

Íslensk kauphallarfélög fengu í dag meiri vigt en áður í vísitölunni MSCI FM 100, sem inniheldur hundrað stærstu fyrirtækin í Frontier Markets hlutabréfavísitölunum, sem fyrirtækið MSCI heldur úti.

Í uppfærslu á vísitölunni sem var tilkynnt 11. nóvember og tók gildi í dag fengu íslensku félögin sem eru þar inni öll aukna vigt og ný félög bættust við. Eftir uppfærsluna eru félögin fjórtán talsins.

Síldarvinnslan og Íslandsbanki komu ný inn í vísitöluna og fengu 0,36 og 0,52 prósenta vigt. Aukningin var hlutfallslega mest hjá Kviku en vigt félagsins jókst úr 0,4 upp í 0,7 prósent. Marel er nú sjöunda stærsta félagið í vísitölunni með 2,9 prósenta vigt og Arion númer tuttugu með 1,5 prósenta vigt.

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn var tekinn inn í Frontier Markets vísitölur MSCI í lok maí á þessu ári og í kjölfarið fór að bera á talsverðu innflæði á hlutabréfamarkaðinn, einkum í bréf Arion banka og Marel. Mikið fjármagn fylgir vísitölum MSCI en nokkur fjöldi af sjóðum fjárfestir í samræmi við vísitöluna eða hefur hana sem viðmið.


Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.