Skoðun

Eru launahækkanir að sliga íslenskt atvinnulíf?

Hrefna Björk Sverrisdóttir skrifar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, velti því upp í nýlegri grein sinni á Vísi hvort launahækkanir væru að sliga íslenskt atvinnulíf. Ef við byrjum að fara yfir nokkrar staðreyndir. Staðreyndir sem virðast flækjast mikið fyrir stjórnendum verkalýðshreyfingarinnar og ASÍ.

Hér eru nokkrar staðreyndir um raunveruleika tæplega 1.000 fyrirtækja á Íslandi sem starfa á veitingamarkaði :

  • Verðbólga í evrópu hefur sjaldan verið meiri og mælist um 6% í USA. Þrýstingur á verðlagshækkanir vegna þess, og vegna mikilla hækkana á hrávöru, orku og eldsneytisverðs hefur þrýst mikið á vöruverð til fyrirtækja
  • Fyrirtækin skulda meira heldur en heimilin og eru með mikið af sínum skuldum í formi yfirdráttarlána. Vaxtahækkanir munu því auka vaxtakostnað fyrirtækja.
  • Miklar hækkanir á húsnæðismarkaði hafa keyrt húsnæðiskostnað upp.
  • Hækkun á launum kemur verr við veitingageiran en flestar aðrar greinar þar sem 65% launa í greininni er greidd utan dagvinnu og þar af er 41% af launum greidd með 45% álagi.
  • Meðaltals EBIT á árunum 2013-2017 er 3,3% og hefur verið neikvæð hjá flestum síðustu tvö ár.
  • Launahlutfall hefur vaxið frá 35% upp í áætlað 51,7% á næsta ári og er það hæsta sem þekkist í heiminum.
  • Í tvö ár hafa veitingamenn búið við miklar takmarkanir á starfsemi sinni vegna sóttvarnaaðgerða og stórum hluta fyrirtækjana hreinlega verið lokað. Það hefur leitt til um 45 milljarða tekjutaps í greininni.

Það að taka alltaf árangur tuttugu stærstu fyrirtækja landsins og nota það sem mælikvarða á því hvort að svigrúm sé í kerfinu fyrir launahækkunum er einfaldlega röng nálgun en tæplega 90% fyrirtækja í landinu eru lítil- eða meðalstór fyrirtæki.

Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að fyrirtæki á veitingamarkaði fá sér samninga svo þeir þurfi ekki að taka á sig innistæðulausar launhækkanir sem leiða til verðbólgu vegna velgengni fyrirtækja sem þau eiga ekkert skylt við.

Höfundur er formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði.


Tengdar fréttir

Eru launa­hækkanir að sliga ís­lenskt at­vinnu­líf?

Ef við byrjum að fara yfir nokkrar staðreyndir. Staðreyndir sem virðast flækjast mikið fyrir nýkjörnum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og stjórnendum fyrirtækja sem og Seðlabankastjóra, Viðskiptaráði og SA.




Skoðun

Skoðun

Drasl

Hafþór Reynisson skrifar

Sjá meira


×