Viðskipti innlent

Bein út­sending: Sjálf­bærni­dagur at­vinnu­lífsins

Atli Ísleifsson skrifar
Edward Sims, sjálfbærnisérfræðingur hjá EY, er einn ræðumanna á Sjálfbærnideginum.
Edward Sims, sjálfbærnisérfræðingur hjá EY, er einn ræðumanna á Sjálfbærnideginum. EY

Edward Sims, sjálfbærnisérfræðingur EY í Evrópu, mun tala á fyrsta Sjálfbærnidegi atvinnulífsins sem fram fer í Hörpu í dag. Dagskrá hefst klukkan níu .

Í tilkynningu segir að Samtök atvinnulífsins og EY á Íslandi hafi tekið höndum saman og sett á laggirnar árlegan Sjálfbærnidag atvinnulífsins þar sem fyrirtæki á Íslandi geti sótt sér nýjustu þekkingu sem nýtist þeim í rekstri út frá sjálfbærni og UFS viðmiðum. Í ár sé sjónum beint að kolefnishlutleysi.

„Sims var áður faglegur pólitískur ráðgjafi á evrópska þinginu og fyrirtækjaráðgjafi hjá Oakdene Hollins, sem sérhæfði sig í hringrásarhagkerfinu og nýsköpunarstefnu. Sims hefur þar að auki sérhæfða þekkingu á hráefnum, úrgangi, orku og sjálfbærum fjármálum. Sims á að baki langan feril í veigamiklum verkefnum fyrir stjórnvöld, hagsmunasamtök og fyrirtæki ásamt því að skarta akademískum bakgrunni í hagfræði, stjórnmálum og opinberri stjórnsýslu.“

Hér má horfa á Sjálfbærnidaginn í streymi:

Dagskrá

  • Ávarp: Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
  • Hvernig undirbýr atvinnulífið sig fyrir „kapphlaupið að kolefnishlutleysi?”, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
  • Hvað er kolefnishlutleysi og af hverju skiptir það máli fyrir íslensk fyrirtæki? Gunnar S. Magnússon, meðeigandi og sviðsstjóri sjálfbærni EY á Íslandi
  • Ný viðskiptatækifæri með kolefnismörkuðum og hringrásarhagkerfi, Edward Sims, sjálfbærnisérfræðingur EY í Evrópu
  • Fjárfesting í kolefnishlutleysi mun skila sér í betri rekstri, Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar
  • Pallborðsumræður: Hvað þurfa íslensk fyrirtæki að gera til að vera með?
  • Dr. Snjólaug Ólafsdóttir, yfirverkefnastjóri sjálfbærni hjá EY
  • Björgvin Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri YGG Carbon
  • Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla BRIM
  • Maron Kristófersson, framkvæmdastjóri Aha.is

Umræðum stýrir Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri á Samkeppnishæfnisviði SA

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.