Leggur blessun sína yfir sölu á óvirkum farsímainnviðum Sýnar Atli Ísleifsson skrifar 23. nóvember 2021 14:47 Væntanlegur söluhagnaður er talinn munu nema yfir sex milljörðum króna. Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína yfir sölu fjarskiptafyrirtækjanna Sýnar og Nova á óvirkum farsímainnviðum til Digital Bridge Group Inc. Frá þessu segir í tilkynningu frá Sýn. Þar segir að síðasta dag marsmánaðar 2021 hafi Sýn og Nova undirritað samninga við bandaríska framtaksfjárfestingafélagsins Digital Bridge Group Inc., áður Colony Capital Inc., um sölu á óvirkum farsímainnviðum félagsins. „Í dag samþykkti [Samkeppniseftirlitið] kaupin án skilyrða og telur ekki forsendur til að aðhafast frekar í málinu,“ segir í tilkynningunni. Leigir aðstöðuna aftur til baka Á vef Samkeppniseftirlitsins segir að um sé að ræða kaup á svokölluðum óvirkum innviðum fjarskiptafélaganna, það er fasteignum, möstrum og öðrum búnaði sem telst ekki til virks búnaðar. Þannig séu sendar, kaplar og annar virkur búnaður ekki hluti af kaupunum. Í kjölfar samrunans muni hið nýstofnaða félag ITP leigja aðstöðuna aftur til baka á grundvelli þjónustusamnings. Samkeppniseftirlitið tók við rannsókn nokkra þætti til skoðunar og var það niðurstaðan að ekkki væri tilefni til íhlutunar vegna kaupanna. Var meðal annars litið til þess að kaupin afmarkist við óvirka innviði. Sjálfstæður markaður fyrir aðstöðuleigu fyrir stafrænan fjarskiptabúnað og annan mögulegan búnað á stærri sendastöðum sé í mótun hér á landi og óljóst hvernig hann muni þróast. Ekki markaðsráðandi staða á umræddum markaði Þá segir að verði ekki til markaðsráðandi staða á umræddum markaði og þar sem kaupandinn starfi ekki á öðrum mörkuðum fjarskiptaþjónustu séu líkur á því að hann hafi hvata til að bjóða keppinautum Nova og Sýnar eða öðrum fjarskiptafyrirtækjum aðgang að innviðunum, enda standi ekki samningar eða hagsmunir því í vegi. Það geti því leitt til aukinnar skilvirkni og minni aðgangshindrana. Eftirlitið tók sömuleiðis til ítarlegrar skoðunar þjónustusamninga kaupanda við Sýn og Nova í kjölfar samrunans. „Tók Samkeppniseftirlitið meðal annars til skoðunar uppbyggingu samninganna og hvort hætta væri á því að þeir gætu leitt til verðhækkana fyrir þjónustuna. Að mati eftirlitsins er ekki að sjá að sú hætta sé til staðar, til að mynda vegna uppbyggingar samninganna og þess að sameinað fyrirtæki mun njóta verulegs samkeppnislegs aðhalds af hálfu Símans og Mílu.“ Loks segir að Samkeppnieftirlitið hafi óskað eftir upplýsingum um samstarf Digital Bridge við Ardian, væntanlegan kaupanda að Mílu, innviðafyrirtæki Símans. „Samkvæmt upplýsingum samrunaaðila er um að ræða minniháttar samstarf og lítil eignatengsl þar sem Ardian eigi hverfandi hlut í þeim verkefnum sem fyrirtækin hafa bæði fjárfest í. Að mati Samkeppniseftirlitsins er afar mikilvægt að sjálfstæði þeirra fyrirtækja sem fjárfesta í fjarskiptainnviðum á Íslandi sé tryggt. Hyggst eftirlitið taka þessi tengsl viðkomandi fjárfesta til nánari skoðunar við rannsókn á kaupunum á Mílu.“ Sex milljarðar króna Í fyrri frétt Vísis um málið kom fram að væntanlegur söluhagnaður af sölunni myndi nema yfir sex milljörðum króna. Í ársfjórðungsuppgjöri fyrir annan ársfjórðung kom fram að söluverðið yrði ráðstafað til lækkunar á lánum, endurkaupa á hlutabréfum og í nýfjárfestingar. Vísir er í eigu Sýnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Fjarskipti Samkeppnismál Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Sýn. Þar segir að síðasta dag marsmánaðar 2021 hafi Sýn og Nova undirritað samninga við bandaríska framtaksfjárfestingafélagsins Digital Bridge Group Inc., áður Colony Capital Inc., um sölu á óvirkum farsímainnviðum félagsins. „Í dag samþykkti [Samkeppniseftirlitið] kaupin án skilyrða og telur ekki forsendur til að aðhafast frekar í málinu,“ segir í tilkynningunni. Leigir aðstöðuna aftur til baka Á vef Samkeppniseftirlitsins segir að um sé að ræða kaup á svokölluðum óvirkum innviðum fjarskiptafélaganna, það er fasteignum, möstrum og öðrum búnaði sem telst ekki til virks búnaðar. Þannig séu sendar, kaplar og annar virkur búnaður ekki hluti af kaupunum. Í kjölfar samrunans muni hið nýstofnaða félag ITP leigja aðstöðuna aftur til baka á grundvelli þjónustusamnings. Samkeppniseftirlitið tók við rannsókn nokkra þætti til skoðunar og var það niðurstaðan að ekkki væri tilefni til íhlutunar vegna kaupanna. Var meðal annars litið til þess að kaupin afmarkist við óvirka innviði. Sjálfstæður markaður fyrir aðstöðuleigu fyrir stafrænan fjarskiptabúnað og annan mögulegan búnað á stærri sendastöðum sé í mótun hér á landi og óljóst hvernig hann muni þróast. Ekki markaðsráðandi staða á umræddum markaði Þá segir að verði ekki til markaðsráðandi staða á umræddum markaði og þar sem kaupandinn starfi ekki á öðrum mörkuðum fjarskiptaþjónustu séu líkur á því að hann hafi hvata til að bjóða keppinautum Nova og Sýnar eða öðrum fjarskiptafyrirtækjum aðgang að innviðunum, enda standi ekki samningar eða hagsmunir því í vegi. Það geti því leitt til aukinnar skilvirkni og minni aðgangshindrana. Eftirlitið tók sömuleiðis til ítarlegrar skoðunar þjónustusamninga kaupanda við Sýn og Nova í kjölfar samrunans. „Tók Samkeppniseftirlitið meðal annars til skoðunar uppbyggingu samninganna og hvort hætta væri á því að þeir gætu leitt til verðhækkana fyrir þjónustuna. Að mati eftirlitsins er ekki að sjá að sú hætta sé til staðar, til að mynda vegna uppbyggingar samninganna og þess að sameinað fyrirtæki mun njóta verulegs samkeppnislegs aðhalds af hálfu Símans og Mílu.“ Loks segir að Samkeppnieftirlitið hafi óskað eftir upplýsingum um samstarf Digital Bridge við Ardian, væntanlegan kaupanda að Mílu, innviðafyrirtæki Símans. „Samkvæmt upplýsingum samrunaaðila er um að ræða minniháttar samstarf og lítil eignatengsl þar sem Ardian eigi hverfandi hlut í þeim verkefnum sem fyrirtækin hafa bæði fjárfest í. Að mati Samkeppniseftirlitsins er afar mikilvægt að sjálfstæði þeirra fyrirtækja sem fjárfesta í fjarskiptainnviðum á Íslandi sé tryggt. Hyggst eftirlitið taka þessi tengsl viðkomandi fjárfesta til nánari skoðunar við rannsókn á kaupunum á Mílu.“ Sex milljarðar króna Í fyrri frétt Vísis um málið kom fram að væntanlegur söluhagnaður af sölunni myndi nema yfir sex milljörðum króna. Í ársfjórðungsuppgjöri fyrir annan ársfjórðung kom fram að söluverðið yrði ráðstafað til lækkunar á lánum, endurkaupa á hlutabréfum og í nýfjárfestingar. Vísir er í eigu Sýnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjarskipti Samkeppnismál Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur