Þingmannadætur í íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 10:00 Körfuboltakonurnar Ásta Júlía Grímsdóttir og Dagný Lísa Davíðsdóttir verða með íslenska landsliðinu í leik á móti Rúmeníu í dag. Skjámynd/Youtube/Karfan Körfuboltakonurnar Ásta Júlía Grímsdóttir og Dagný Lísa Davíðsdóttir eru staddar í Rúmeníu með íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta en fram undan er leikur í kvöld á móti Rúmeníu í undankeppni EuroBasket 2023. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, tók viðtal við þær Ástu og Dagnýju fyrir karfan.is en þær eru herbergisfélagar í ferðinni. Æft í keppnishöllinni í dag og kl.16.00 ísl.tíma á morgun fimmtudag mætum við Rúmenum #korfubolti pic.twitter.com/Mc42ztbMZ2— Hannes S.Jónsson (@hannes_jonsson) November 10, 2021 Í viðtalinu kemur meðal annars fram að þær eru báðar dætur þingmanna. Ásta Júlía er dóttir þingmanns Samfylkingarinnar Helgu Völu Helgadóttur og Dagný Lísa er dóttir Guðrúnar Hafsteinsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Ásta Júlía og Dagný Lísa sögðust að þessi stjórnmálaafstaða mæðra þeirra trufli þær ekkert í samskiptum. Hannes sagði þó í viðtalinu að það hafi heyrst í þeim tveimur að vera að ræða pólitík. „Já, já, við höfum ekki sleppt því að ræða pólitík því við höfum báðar mjög sterkar skoðanir. Við ræðum þetta,“ sagði Ásta Júlía Grímsdóttir. „Það verður ekki frá því horfið að samræðurnar geta kallað fram ansi rafmagnað andrúmsloft hjá okkur. Við höfum rætt hvað þarf að koma í sinn farveg. Til dæmis nýjan þjóðarleikvang og heimavöll fyrir körfuboltafólk á Íslandi. Svona fyrir okkur til að eignast heimili,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ty318f1IVkc">watch on YouTube</a> Hannes vildi síðan meina að það gæti eitthvað að vera að glæðast á milli flokkanna þökk sé herbergisfélögunum. „Við Dagný erum ekkert ósammála þegar við ræðum saman. Við ættum því ekkert erfitt með að vinna saman en ég get ekki sagt það saman um mæður okkar en ég veit það ekki,“ sagði Ásta. „Já ég er sammála. Ég held að við Ásta gætum tekið þetta með pompi og prakt ef að tækifæri gefst,“ sagði Dagný. Það má finna allt viðtal Hannesar við þær Ástu og Dagnýju hér fyrir ofan. Ásta Júlía Grímsdóttir hefur leikið með landsliðinu áður en Dagný Lísa er að leika sinn fyrsta A-landsleik í dag. Dagný Lísa var lengi við nám í Bandaríkjunum og missti því að verkefnum landsliðsins þann tíma. Dagný Lísa er að spila vel með Fjölni í Subway-deild kvenna þar sem hún er með 17,5 stig og 8,7 fráköst að meðaltali í leik. Ásta Júlía er í stóru hlutverki í Íslandsmeistaraliði Vals þar sem hún er með 10,3 stig og 11,8 fráköst að meðaltali í leik á þessu tímabili. Körfubolti EM 2023 í körfubolta Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, tók viðtal við þær Ástu og Dagnýju fyrir karfan.is en þær eru herbergisfélagar í ferðinni. Æft í keppnishöllinni í dag og kl.16.00 ísl.tíma á morgun fimmtudag mætum við Rúmenum #korfubolti pic.twitter.com/Mc42ztbMZ2— Hannes S.Jónsson (@hannes_jonsson) November 10, 2021 Í viðtalinu kemur meðal annars fram að þær eru báðar dætur þingmanna. Ásta Júlía er dóttir þingmanns Samfylkingarinnar Helgu Völu Helgadóttur og Dagný Lísa er dóttir Guðrúnar Hafsteinsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Ásta Júlía og Dagný Lísa sögðust að þessi stjórnmálaafstaða mæðra þeirra trufli þær ekkert í samskiptum. Hannes sagði þó í viðtalinu að það hafi heyrst í þeim tveimur að vera að ræða pólitík. „Já, já, við höfum ekki sleppt því að ræða pólitík því við höfum báðar mjög sterkar skoðanir. Við ræðum þetta,“ sagði Ásta Júlía Grímsdóttir. „Það verður ekki frá því horfið að samræðurnar geta kallað fram ansi rafmagnað andrúmsloft hjá okkur. Við höfum rætt hvað þarf að koma í sinn farveg. Til dæmis nýjan þjóðarleikvang og heimavöll fyrir körfuboltafólk á Íslandi. Svona fyrir okkur til að eignast heimili,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ty318f1IVkc">watch on YouTube</a> Hannes vildi síðan meina að það gæti eitthvað að vera að glæðast á milli flokkanna þökk sé herbergisfélögunum. „Við Dagný erum ekkert ósammála þegar við ræðum saman. Við ættum því ekkert erfitt með að vinna saman en ég get ekki sagt það saman um mæður okkar en ég veit það ekki,“ sagði Ásta. „Já ég er sammála. Ég held að við Ásta gætum tekið þetta með pompi og prakt ef að tækifæri gefst,“ sagði Dagný. Það má finna allt viðtal Hannesar við þær Ástu og Dagnýju hér fyrir ofan. Ásta Júlía Grímsdóttir hefur leikið með landsliðinu áður en Dagný Lísa er að leika sinn fyrsta A-landsleik í dag. Dagný Lísa var lengi við nám í Bandaríkjunum og missti því að verkefnum landsliðsins þann tíma. Dagný Lísa er að spila vel með Fjölni í Subway-deild kvenna þar sem hún er með 17,5 stig og 8,7 fráköst að meðaltali í leik. Ásta Júlía er í stóru hlutverki í Íslandsmeistaraliði Vals þar sem hún er með 10,3 stig og 11,8 fráköst að meðaltali í leik á þessu tímabili.
Körfubolti EM 2023 í körfubolta Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira