Viðskipti innlent

Mun stýra hug­búnaðar­þróun hjá Tra­vels­hift

Atli Ísleifsson skrifar
Sverrir Rolf Sander.
Sverrir Rolf Sander.

Sverrir Rolf Sander hefur tekið við sem yfirmaður hugbúnaðarþróunar hjá Travelshift.

Í tilkynningu segir að Sverrir hafi víðtæka reynslu í hugbúnaðarþróun og gervigreind. Hann hafi áður stýrt máltæknideild á gervigreindarsviði Samsung í Þýskalandi.

Travelshift er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem hefur þróað Guide to Iceland og Guide to the Philippines. Travelshift fór nýlega í loftið með Guide to Europe, sem er stærsta verkefni fyrirtækisins hingað til.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×